Ystibær-Miðbær 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021091271

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 834. fundur - 07.10.2021

Erindi dagsett 27. september 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Þórhöllu Brynjarsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð Ystabæjar-Miðbæjar 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Erindi dagsett 27. september 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Unnar Sæmundsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð Ystabæjar-Miðbæjar 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir byggingu frístundahúss á þessum stað. Skipulagsráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu byggingaráforma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 837. fundur - 28.10.2021

Erindi dagsett 27. september 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Þórhöllu Brynjarsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð Ystabæjar-Miðbæjar 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 841. fundur - 25.11.2021

Erindi dagsett 27. september 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Unnar Sæmundsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð Ystabæjar-Miðbæjar 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomin ný gögn 23. nóvember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.