Stígur meðfram Hlíðarbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021100540

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 8. október 2021, fyrir hönd Akureyrarbæjar, um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð stígs meðfram Hlíðarbraut, frá Merkigili suður að gangbraut yfir Hlíðarbraut.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Í stígaskipulagi og aðalskipulagi kemur fram að á stofnstígum skuli umferð gangandi og hjólandi vegfarenda aðskilin eins og kostur er. Þessi stígur sem hér um ræðir er stofnstígur og því mikilvægt að hugsa til framtíðar og gera stíginn þannig núna að hægt sé með góðu móti að aðskilja gangandi og hjólandi.

Skipulagsráð setur eftirfarandi skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.