Klapparstígur 3 og 5, Brekkugata 32 - umsókn um leiðréttingu á lóðarmörkum

Málsnúmer 2021060184

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Erindi dagsett 3. júní 2021 þar sem Ingvar Ívarsson sækir um fyrir hönd lóðarhafa að Klapparstíg 3 og 5 ásamt Brekkugötu 32, leiðréttingu á lóðamörkum þeirra gagnvart lóðamörkum að Brekkugötu 34. Meðfylgjandi eru drög að mæliblaði sem sýnir lagfærð lóðamörk en þau eru afmörkuð þar sem núverandi girðing milli lóða er staðsett. Er þar einnig gert ráð fyrir að lóðin Brekkugata 34 stækki til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á lóðamörkum þar sem fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa sem breytingin nær til. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.