Skipulagsráð

307. fundur 16. janúar 2019 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins lagði til að liður 3, Miðbær - uppfærsla deiliskipulags, í útsendri dagskrá yrði tekinn út af dagskrá og var það samþykkt.

1.Bílastæði í miðbænum

Málsnúmer 2019010086Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að nýtingu bílastæða í miðbænum, er varða græn stæði, rafmagnsstæði, klukkustæði, frístæði, fastleigustæði, stæði fyrir fatlaða og afmörkun svæðis þar sem reglur um bílastæðakort gilda.

Á fundi ráðsins þann 4. apríl 2018 var afgreiðslu málsins frestað þar til framkvæmdum við íbúðarhús á Drottningarbrautarreit lyki.

Jónas Valdimarsson verkefnisstjóri hönnunar kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að stækkun íbúakortasvæðis við Kaupvangsstræti en að öðru leyti gilda núverandi bílastæðamerkingar.

Þrátt fyrir þessa samþykkt telur skipulagsráð mikilvægt að farið verði í heildarendurskoðun á stöðu bílastæðamála í miðbænum þar sem skoðuð verður bílastæðaþörf og hugsanleg gjaldtaka með niðurstöðu í vor.

2.Starfsáætlun skipulagssviðs 2019

Málsnúmer 2018080284Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2019 sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 19. september 2018.

3.Oddeyri, deiliskipulag athafnasvæðis neðan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2018030400Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 4. apríl 2018 var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi afhafnasvæðis á milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu. Þessi vinna hefur ekki farið af stað og því er málið lagt fyrir að nýju þar sem skoða þarf nánar afmörkun svæðisins og hvernig standa eigi að gerð deiliskipulagsins.
Skipulagsráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð deiliskipulags fyrir svæðið sunnan Gránufélagsgötu í samhengi við rammaskipulag Oddeyrar.

4.Aðalskipulag Akureyrarbæjar - Hólasandslína

Málsnúmer 2018030073Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér tilfærslu á legu Hólasandslínu 3 sunnan við Akureyrarflugvöll í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 12. september 2018. Ástæða breytingarinnar er að lega strengs skv. gildandi aðalskipulagi getur haft áhrif á búnað flugvallarins. Auk tillögunnar liggja fyrir umsagnir frá Isavia, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Óshólmanefnd og Fiskistofu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Breytingin er einnig í samræmi við kynnta legu jarðstrengs í frummatsskýrslu framkvæmdarinnar og er því búið að kynna málið fyrir almenningi og umsagnaraðilum.

5.Hesjuvellir - beiðni um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2018120185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2018 þar sem Valþór Brynjarsson hjá Kollgátu fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, óskar eftir heimild til breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lögbýlisins Hesjuvalla. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er allt land Hesjuvalla skilgreint sem óbyggt svæði sem felur í sér að ekki er heimilt að byggja ný mannvirki á jörðinni. Óskað er eftir að aðalskipulagi verði breytt á þann veg að heimilt verði að byggja stakt íbúðarhús á um 3500 m² lóð rétt norðaustan við núverandi hús.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkaður er reitur fyrir íbúðarsvæði í samræmi við fyrirliggjandi erindi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga sem ekki er talin hafa verulegar breytingar í för með sér, áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

6.Aðalskipulagsbreyting - Krossaneshagi

Málsnúmer 2018080081Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér breytingu á landnotkun hluta af núverandi athafnasvæði í Krossaneshaga, merkt AT5, yfir í iðnaðarsvæði. Um er að ræða svæði sem nær yfir lóðir í deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga, þ.e. lóðir við Ægisnes og Sjafnarnes. Ástæða fyrir breytingunni er að núverandi landnotkun á lóðum innan svæðisins samræmist betur iðnaðarsvæði auk þess sem skortur er á iðnaðarlóðum innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi lýsingu og fela skipulagssviði að kynna hana í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

7.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu, lýsing breytingar á aðalskipulagi Akureyrar vegna endurskoðunar á stígakerfi innan sveitarfélagsins. Lýsingin var kynnt með auglýsingu dagsettri 21. nóvember 2018 auk þess sem hún var send til umsagnar. Sex athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma auk umsagna frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsráð vísar fyrirliggjandi athugasemdum og ábendingum í áframhaldandi vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingarinnar.

8.Glerárskóli - aðalskipulagsbreyting vegna leikskólalóðar

Málsnúmer 2019010097Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Teiknistofunnar Kollgátu ehf. dagsett 8. janúar 2019, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði vestan við núverandi lóð Glerárskóla að götunni Drangshlíð. Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en þar sem fyrirhugað er að byggja nýjan leikskóla á svæðinu er óskað eftir að landnotkun verði breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu, þ.e. að svæði Glerárskóla, merkt S27, verði stækkað. Fyrir liggur tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Frestað til næsta fundar.

9.Glerárskóli - ósk um framkvæmdir í Glerárhverfi til að auka öryggi nemenda í Glerárskóla

Málsnúmer 2019010095Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf skólaráðs Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 3. desember 2018 þar sem óskað er eftir að farið verði í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Er óskað eftir að farið verði í gerð ganga eða göngubrúar yfir þjóðveg á svæði milli Glerár og hringtorgs við N1. Einnig er óskað eftir að settar verði gangbrautir víðar á Skarðshlíð t.d. við Höfðahlíðina og að farið verði í aðgerðir til að lækka umferðarhraða á Höfðahlíð.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

10.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem ná til lóða 3, 4 og 6.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar sem allar umbeðnar umsagnir liggja ekki fyrir.

11.Goðanes 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2019010079Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Pálínu Gísladóttur dagsettu 7. janúar 2019 fyrir hönd Festingar ehf., kt. 550903-4150, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á lóðinni Goðanes 12. Óskað er eftir að deiliskipulag lóðarinnar verði eins og það var áður en gerð var breyting á deiliskipulagi lóðarinnar haustið 2017.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og þar sem verið er að færa skipulag í sama horf og áður var er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

12.Glerárvirkjun II - breytingar á deiliskipulagi vegna stíga

Málsnúmer 2019010088Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Glerárvirkjunar II í samræmi við beiðni Fallorku, kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Felur deiliskipulagsbreytingin í sér breytingu á legu og gerð göngustíga, staðsetningu bílastæðis/áningarstaðar og lagfæringu á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

13.Glerárdalur - breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2019010089Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal í samræmi við beiðni Fallorku, kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Í breytingunni felst að lega göngustígs breytist lítillega á um 1500 m kafla, öryggismörk skotsvæðis minnka auk minniháttar breytinga á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

14.Skarðshlíð - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010127Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Jónasar Valdimarssonar verkefnastjóra hönnunar dagsett 10. janúar 2019 varðandi nýja fjölbýlishúsalóð við Skarðshlíð. Við gerð mæliblaðs fyrir lóðina hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að gera tillögu að minniháttar breytingum á lóðarmörkum lóðarinnar til að skapa svigrúm vegna mögulegra breytinga á Undirhlíð í framtíðinni og til að bæta sjónlengd við gatnamót Undirhlíðar og Skarðshlíðar. Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá tillögur að breytingu lóðarinnar.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki breytinguna í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

15.Lóðir í deiliskipulagi við Melgerðisás og Skarðshlíð - úthlutunaraðferð

Málsnúmer 2019010116Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 10. janúar 2019 varðandi undirbúning fyrir úthlutun lóða sem afmarkaðar eru í nýsamþykktu deiliskipulagi við Melgerðisás og Skarðshlíð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

16.Goðanes 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017100411Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 13. júlí 2018 var samþykkt að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Goðanes 2 í samráði við eigendur nágrannalóðar. Meðfylgjandi tillaga að stækkun lóðarinnar var kynnt og barst athugasemd frá húsfélagi Freyjuness 10 sbr. meðfylgjandi bréf dagsett 5. desember 2018. Er þar gerð athugasemd við að lóðin Goðanes 2 fari of nálægt lóðinni og í staðinn óskað eftir að lóðin Freyjunes 10 verði einnig stækkuð. Fyrir liggur tölvupóstur að lóðarhafi Goðaness 2 gerir ekki athugasemd við þá stækkun.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir stækkun bæði Goðaness 2 og Freyjuness 10 í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

17.Bjarkarstígur 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018010338Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Bjarkarstígur 4 sem felur í sér að heimilt verði að byggja nýja þakbyggingu í stað þeirrar sem fyrir er. Ný bygging verði allt að 50 cm hærri og allt að 15,4 m² stærri. Engar athugasemdir voru gerðar.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

18.Hólasandslína 3 - umsókn um breytingar á deiliskipulagi innan Akureyrar

Málsnúmer 2019010115Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dagsett 9. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar, hesthúsahverfisins í Breiðholti og iðnaðar- og athafnasvæðisins á Rangárvöllum vegna fyrirhugaðrar lagningar Hólasandslínu 3.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Landsneti hf. verði heimilað að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi viðkomandi svæða í samráði við skipulagssvið.

19.Heiðartún 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019010046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2019 þar sem Björn Ómar Sigurðsson sækir um lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

20.Jaðarsíða 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019010119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2019 þar sem Finnur Aðalbjörnsson sækir um lóð nr. 5 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Sjafnargata 2 - fyrirspurn um nýtingu lóðar og aðkomu

Málsnúmer 2018010107Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti 11. desember 2018 þar sem Gunnar Örn Sigurðsson fyrir hönd Olíverslunar Íslands hf., kt. 500269-3249, leggur inn til skoðunar uppfærða tillögu að fyrirkomulagi og aðkomum að lóðinni Sjafnargötu 2.
Að mati skipulagsráðs samræmast fyrirhugaðar framkvæmdir gildandi aðal- og deiliskipulagi svæðisins.

22.Goðanes 18 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019010093Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. janúar 2019 þar sem Hafþór Helgason fyrir hönd HHS verktaka ehf., kt. 590517-2080, sækir um lóð nr. 18 við Goðanes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

23.Brekkugata - götunúmer

Málsnúmer 2018090262Vakta málsnúmer

Tillaga að ósk Prebens Péturssonar um að breyta húsnúmerum fyrir Brekkugötu 23-27 er lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu.

Ein athugasemd barst frá Katrínu Sverrisdóttur og Helga S. Gunnarssyni, Brekkugötu 25, þar sem þau lýsa sig alfarið á móti þessari breytingu. Þau telja að breytt húsnúmer hafi í för með sér mikla röskun vegna skjala og öðru tengt eigninni.
Skipulagsráð samþykkir að gerðar verði breytingar á húsnúmerum í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

24.Kringlumýri 11 - fyrirspurn vegna byggingar bílskúrs

Málsnúmer 2018080047Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingu bílskúrs á lóðinni Kringlumýri 11. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki stærð og staðsetningu bílskúrs og að byggingarfulltrúi afgreiði umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 702. fundar, dagsett 6. desember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 703. fundar, dagsett 13. desember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 704. fundar, dagsett 20. desember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 705. fundar, dagsett 10. janúar 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar:

Fundi slitið - kl. 11:00.