Hesjuvellir - beiðni um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2018120185

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Erindi dagsett 18. desember 2018 þar sem Valþór Brynjarsson hjá Kollgátu fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, óskar eftir heimild til breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lögbýlisins Hesjuvalla. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er allt land Hesjuvalla skilgreint sem óbyggt svæði sem felur í sér að ekki er heimilt að byggja ný mannvirki á jörðinni. Óskað er eftir að aðalskipulagi verði breytt á þann veg að heimilt verði að byggja stakt íbúðarhús á um 3500 m² lóð rétt norðaustan við núverandi hús.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkaður er reitur fyrir íbúðarsvæði í samræmi við fyrirliggjandi erindi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga sem ekki er talin hafa verulegar breytingar í för með sér, áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Erindi dagsett 18. desember 2018 þar sem Valþór Brynjarsson hjá Kollgátu fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, óskar eftir heimild til breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lögbýlisins Hesjuvalla. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er allt land Hesjuvalla skilgreint sem óbyggt svæði sem felur í sér að ekki er heimilt að byggja ný mannvirki á jörðinni. Óskað er eftir að aðalskipulagi verði breytt á þann veg að heimilt verði að byggja stakt íbúðarhús á um 3500 m² lóð rétt norðaustan við núverandi hús.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkaður er reitur fyrir íbúðarsvæði í samræmi við fyrirliggjandi erindi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga sem ekki er talin hafa verulegar breytingar í för með sér, áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Erindi lagt fram að nýju eftir umsögn Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir skýringum bæjarstjórnar á þörf fyrir breytingunni og rökstuðningi fyrir því hvers vegna breytingin telst vera óveruleg.
Skipulagsráð telur að staðsetning fyrirhugaðs íbúðarhúss á jörðinni Hesjuvöllum hafi ekki áhrif á neina aðra hagsmunaaðila en umsækjendur sjálfa. Um er að ræða nýtt íbúðarhús á jörð sem er skráð sem lögbýli í einkaeigu. Fram kemur í umsókn eigenda jarðarinnar að ástand núverandi húss á jörðinni sé bágborið og því má líta á málið sem eðlilega endurnýjun mannvirkja á jörðinni. Skipulagsráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3450. fundur - 05.03.2019

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Erindi lagt fram að nýju eftir umsögn Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir skýringum bæjarstjórnar á þörf fyrir breytingunni og rökstuðningi fyrir því hvers vegna breytingin telst vera óveruleg.

Skipulagsráð telur að staðsetning fyrirhugaðs íbúðarhúss á jörðinni Hesjuvöllum hafi ekki áhrif á neina aðra hagsmunaaðila en umsækjendur sjálfa. Um er að ræða nýtt íbúðarhús á jörð sem er skráð sem lögbýli í einkaeigu. Fram kemur í umsókn eigenda jarðarinnar að ástand núverandi húss á jörðinni sé bágborið og því má líta á málið sem eðlilega endurnýjun mannvirkja á jörðinni. Skipulagsráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.