Goðanes 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2019010079

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lagt fram bréf Pálínu Gísladóttur dagsettu 7. janúar 2019 fyrir hönd Festingar ehf., kt. 550903-4150, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á lóðinni Goðanes 12. Óskað er eftir að deiliskipulag lóðarinnar verði eins og það var áður en gerð var breyting á deiliskipulagi lóðarinnar haustið 2017.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og þar sem verið er að færa skipulag í sama horf og áður var er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lagt fram bréf Pálínu Gísladóttur dagsettu 7. janúar 2019 fyrir hönd Festingar ehf., kt. 550903-4150, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á lóðinni Goðanes 12. Óskað er eftir að deiliskipulag lóðarinnar verði eins og það var áður en gerð var breyting á deiliskipulagi lóðarinnar haustið 2017.

Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og þar sem verið er að færa skipulag í sama horf og áður var er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.