Glerárvirkjun II - breytingar á deiliskipulagi vegna stíga

Málsnúmer 2019010088

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Glerárvirkjunar II í samræmi við beiðni Fallorku, kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Felur deiliskipulagsbreytingin í sér breytingu á legu og gerð göngustíga, staðsetningu bílastæðis/áningarstaðar og lagfæringu á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Lögð fram að tillaga að breytingum á deiliskipulagi Glerárvirkjunar II í samræmi við beiðni Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Eru breytingarnar settar fram á þremur uppdráttum og fela í sér breytingu á legu og gerð göngustíga, staðsetningu bílastæðis/áningarstaðar, lagfæringu á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2019. Til viðbótar við áður innsend gögn liggur nú fyrir bréf frá Fallorku, dagsett 21. janúar 2019, þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir útfærslu stíga við Glerárstíflu.
Skipulagsráð leggur áherslu á að þverun Glerár yfir stíflumannvirki Glerárvirkjunar II verði hvoru tveggja greiðfær og örugg gangandi sem og hjólandi vegfarendum.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna tillögu að útfærslu í samvinnu við Fallorku og frestar erindinu milli funda.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingum á deiliskipulagi Glerárvirkjunar II í samræmi við beiðni Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Eru breytingarnar settar fram á þremur uppdráttum og fela í sér breytingu á legu og gerð göngustíga, staðsetningu bílastæðis/áningarstaðar, lagfæringu á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2019 og svo aftur 30. janúar 2019.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna.