Bílastæði í miðbænum

Málsnúmer 2019010086

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram að nýju tillaga að nýtingu bílastæða í miðbænum, er varða græn stæði, rafmagnsstæði, klukkustæði, frístæði, fastleigustæði, stæði fyrir fatlaða og afmörkun svæðis þar sem reglur um bílastæðakort gilda.

Á fundi ráðsins þann 4. apríl 2018 var afgreiðslu málsins frestað þar til framkvæmdum við íbúðarhús á Drottningarbrautarreit lyki.

Jónas Valdimarsson verkefnisstjóri hönnunar kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að stækkun íbúakortasvæðis við Kaupvangsstræti en að öðru leyti gilda núverandi bílastæðamerkingar.

Þrátt fyrir þessa samþykkt telur skipulagsráð mikilvægt að farið verði í heildarendurskoðun á stöðu bílastæðamála í miðbænum þar sem skoðuð verður bílastæðaþörf og hugsanleg gjaldtaka með niðurstöðu í vor.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Lagt fram erindi Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur forstöðumanns upplýsinga- og þjónustudeildar Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, dagsett 27. mars 2019 þar sem óskað er eftir að tekið verði til skoðunar að skilgreina betur og merkja bílastæði á lóð Ráðhússins. Einnig er óskað eftir að nokkur stæði verði skilgreind sem fastleigustæði þannig að starfsmenn á vinnubílum geti gengið að stæðum vísum í nágrenni við húsið. Þá er einnig bent á að svæði sunnan við Ráðhús sem nýlega voru skilgreind sem 2ja klst. stæði eru lítið notuð sem hefur aukið ásókn í önnur stæði við Ráðhúsið.
Frestað.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Lögð fram tillaga umhverfis- og mannvirkjasviðs að afmörkun stæða fyrir fatlaða við Túngötu og Strandgötu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði bílastæði samkvæmt tillögunni.

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Lagt fram erindi Dans Brynjarssonar sviðsstjóra fjársýslusviðs Akureyrarbæjar dagsett 10. janúar 2020 þar sem lagt er til við skipulagsráð að stæði við Gránufélagsgötu, suðvestan við ráðhúsið, verði aflagt sem klukkustæði fram á vor eða sumar.
Skipulagsráð hafnar að breyta stæðunum úr klukkustæðum í ótímabundin stæði þar sem verið er að vinna heildarendurskoðun á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.