Glerárskóli - ósk um framkvæmdir í Glerárhverfi til að auka öryggi nemenda í Glerárskóla

Málsnúmer 2019010095

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lagt fram bréf skólaráðs Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 3. desember 2018 þar sem óskað er eftir að farið verði í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Er óskað eftir að farið verði í gerð ganga eða göngubrúar yfir þjóðveg á svæði milli Glerár og hringtorgs við N1. Einnig er óskað eftir að settar verði gangbrautir víðar á Skarðshlíð t.d. við Höfðahlíðina og að farið verði í aðgerðir til að lækka umferðarhraða á Höfðahlíð.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Lagt fram bréf skólaráðs Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 25. nóvember 2020 um framkvæmdir til að auka umferðaröryggi nemenda í Glerárskóla. Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram minnisblað um stöðu aðgerða.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera bréfritara grein fyrir stöðu mála.