Oddeyri - deiliskipulag athafnasvæðis neðan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2018030400

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag á athafnasvæðinu milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Á fundi skipulagsráðs þann 4. apríl 2018 var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi afhafnasvæðis á milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu. Þessi vinna hefur ekki farið af stað og því er málið lagt fyrir að nýju þar sem skoða þarf nánar afmörkun svæðisins og hvernig standa eigi að gerð deiliskipulagsins.
Skipulagsráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð deiliskipulags fyrir svæðið sunnan Gránufélagsgötu í samhengi við rammaskipulag Oddeyrar.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Helgi Örn Eyþórsson verkefnastjóri hjá SS Byggi og Orri Árnason frá Zepppelin arkitektum komu á fundinn og kynntu hugmyndir SS Byggis ehf. um uppbyggingu á lóð þeirra, Kaldbaksgötu 1, og svæðinu þar í kring.
Skipulagsráð þakkar Helga og Orra fyrir kynninguna og vísar hugmyndunum til skoðunar við vinnslu deiliskipulags svæðisins.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lögð fram drög að lýsingu deiliskipulags sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði og að hluta íbúðarsvæði. Er svæðið einnig skilgreint sem þróunar- og þéttingarsvæði sem felur í sér að gert er ráð fyrir töluverðri endurnýjun með heimild til að vera með íbúðir á efri hæðum.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Lagðar fram til kynningar tillögur að uppbyggingu byggðar á fyrirhuguðu deiliskipulagssvæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri.
Skipulagsráð samþykkir að fela formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Unnið hefur verið að undirbúningi að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri og á fundi skipulagsráðs þann 26. júní sl. voru kynntar nokkrar útfærslur að mögulegri uppbyggingu á svæðinu. Nú er lögð fram tillaga þróunaraðila að uppbyggingu sem nær eingöngu yfir svæði sem nær að Kaldbaksgötu en ekki austur að Laufásgötu. Er í tillögunni gert ráð fyrir að á þessu svæði verði byggð allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús með atvinnustarfsemi ásamt bílastæðahúsi á neðstu hæð.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að setja í gang vinnu við gerð breytingar á gildandi deiliskipulagi á svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem taki mið af fyrirliggjandi tillögu. Er sviðsstjóra jafnframt falið að undirbúa gerð breytingar á aðalskipulagi til samræmis.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.