Kringlumýri 11 - fyrirspurn vegna byggingu bílskúrs

Málsnúmer 2018080047

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 297. fundur - 15.08.2018

Erindi dagsett 7. ágúst 2018 þar sem Magnús Snorri Magnússon og Erla Björnsdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að byggja bílskúr við hús nr. 11 við Kringlumýri skv. meðfylgjandi mynd.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindi um bílskúr þegar umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir ásamt fullnægjandi hönnunargögnum.

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingu bílskúrs á lóðinni Kringlumýri 11. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki stærð og staðsetningu bílskúrs og að byggingarfulltrúi afgreiði umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 24 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingu bílskúrs á lóðinni Kringlumýri 11. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki stærð og staðsetningu bílskúrs og að byggingarfulltrúi afgreiði umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.