Skarðshlíð - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010127

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lagt fram minnisblað Jónasar Valdimarssonar verkefnastjóra hönnunar dagsett 10. janúar 2019 varðandi nýja fjölbýlishúsalóð við Skarðshlíð. Við gerð mæliblaðs fyrir lóðina hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að gera tillögu að minniháttar breytingum á lóðarmörkum lóðarinnar til að skapa svigrúm vegna mögulegra breytinga á Undirhlíð í framtíðinni og til að bæta sjónlengd við gatnamót Undirhlíðar og Skarðshlíðar. Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá tillögur að breytingu lóðarinnar.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki breytinguna í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lagt fram minnisblað Jónasar Valdimarssonar verkefnastjóra hönnunar dagsett 10. janúar 2019 varðandi nýja fjölbýlishúsalóð við Skarðshlíð. Við gerð mæliblaðs fyrir lóðina hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að gera tillögu að minniháttar breytingum á lóðarmörkum lóðarinnar til að skapa svigrúm vegna mögulegra breytinga á Undirhlíð í framtíðinni og til að bæta sjónlengd við gatnamót Undirhlíðar og Skarðshlíðar. Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá tillögur að breytingu lóðarinnar.

Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er ekki talin þörf á grenndarkynningu, sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Er lagt til að bæjarstjórn samþykki breytinguna í samræmi við fyrirliggjandi erindi og að skipulagssviði verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.