Hólasandslína 3 - umsókn um breytingar á deiliskipulagi innan Akureyrar

Málsnúmer 2019010115

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lagt fram erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dagsett 9. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar, hesthúsahverfisins í Breiðholti og iðnaðar- og athafnasvæðisins á Rangárvöllum vegna fyrirhugaðrar lagningar Hólasandslínu 3.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Landsneti hf. verði heimilað að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi viðkomandi svæða í samráði við skipulagssvið.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 18 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lagt fram erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dagsett 9. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar, hesthúsahverfisins í Breiðholti og iðnaðar- og athafnasvæðisins á Rangárvöllum vegna fyrirhugaðrar lagningar Hólasandslínu 3.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Landsneti hf. verði heimilað að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi viðkomandi svæða í samráði við skipulagssvið.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.