Aðalskipulag Akureyrarbæjar - Hólasandslína

Málsnúmer 2018030073

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 299. fundur - 12.09.2018

Lagt fram erindi dagsett 28. ágúst 2018 þar sem Árni Jón Elíasson fyrir hönd Landsnets ehf., kt. 630204-3480, leggur inn fyrirspurn varðandi Hólasandslínu 3 og fyrirhugaða legu hennar í streng við suðurenda Akureyrarflugvallar. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir fyrirhugaða legu strengsins.
Að mati skipulagsráðs felur breytt lega strengs í sér að breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélagsins. Er slík breyting óveruleg að mati ráðsins og samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að láta útbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við það.

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér tilfærslu á legu Hólasandslínu 3 sunnan við Akureyrarflugvöll í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 12. september 2018. Ástæða breytingarinnar er að lega strengs skv. gildandi aðalskipulagi getur haft áhrif á búnað flugvallarins. Auk tillögunnar liggja fyrir umsagnir frá Isavia, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Óshólmanefnd og Fiskistofu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Breytingin er einnig í samræmi við kynnta legu jarðstrengs í frummatsskýrslu framkvæmdarinnar og er því búið að kynna málið fyrir almenningi og umsagnaraðilum.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 16. janúar 2019:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér tilfærslu á legu Hólasandslínu 3 sunnan við Akureyrarflugvöll í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 12. september 2018. Ástæða breytingarinnar er að lega strengs skv. gildandi aðalskipulagi getur haft áhrif á búnað flugvallarins. Auk tillögunnar liggja fyrir umsagnir frá Isavia, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Óshólmanefnd og Fiskistofu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Breytingin er einnig í samræmi við kynnta legu jarðstrengs í frummatsskýrslu framkvæmdarinnar og er því búið að kynna málið fyrir almenningi og umsagnaraðilum.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 20. febrúar 2019 þar sem fram kemur að stofnunin geti fallist á að breyting á aðalskipulagi sem varðar færslu Hólasandslínu 3 sunnan flugvallar sé óveruleg en að bæjarstjórn þurfi að taka efnislega afstöðu til þeirra atriða sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Umsagnirnar lagðar fram að nýju ásamt tillögu að viðbrögðum við efnisatriðum þeirra.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að umsögn um efnisatriðin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að senda lagfærð gögn til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn - 3450. fundur - 05.03.2019

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 20. febrúar 2019 þar sem fram kemur að stofnunin geti fallist á að breyting á aðalskipulagi sem varðar færslu Hólasandslínu 3 sunnan flugvallar sé óveruleg en að bæjarstjórn þurfi að taka efnislega afstöðu til þeirra atriða sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Umsagnirnar lagðar fram að nýju ásamt tillögu að viðbrögðum við efnisatriðum þeirra.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að umsögn um efnisatriðin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að senda lagfærð gögn til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs og fór yfir þær athugasemdir sem bárust.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.