Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér breytingu á landnotkun hluta af núverandi athafnasvæði í Krossaneshaga, merkt AT5, yfir í iðnaðarsvæði. Um er að ræða svæði sem nær yfir lóðir í deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga, þ.e. lóðir við Ægisnes og Sjafnarnes. Ástæða fyrir breytingunni er að núverandi landnotkun á lóðum innan svæðisins samræmist betur iðnaðarsvæði auk þess sem skortur er á iðnaðarlóðum innan sveitarfélagsins.