Skipulagsráð

291. fundur 18. maí 2018 kl. 08:00 - 10:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.
Hólmgeir Þorsteinsson Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvaldar Heiðarssonar.

1.Stígakerfi Akureyrar - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Samþykkt var á fundi skipulagsráðs 14. febrúar 2018 að hafin yrði vinna við rammaskipulag stíga á Akureyri.
Kynnt var staða verkefnisins.

2.Bjarkarstígur 4 - umsókn um leyfi fyrir endurbótum og breytingum

Málsnúmer 2018010338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar og Guðrúnar Kristínar Blöndal sækir um byggingarleyfi fyrir bílskýli og breytingum og endurbyggingu á þaki húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Skipulagsráð samþykkti, á fundi 4. apríl 2018, að tillaga að breytingu á deiliskipulagi yrði grenndarkynnt. Erindið var grenndarkynnt 6. apríl með athugasemdafresti til 4. maí 2018.

Ein athugasemd barst.

1) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 14. maí 2018.

Yfirbyggt bílskýli mun skerða sýn að Davíðshúsi þegar gengið er upp Bjarkarstíg. Það er aðalaðkoma að húsinu fyrir gangandi gesti frá miðbænum. Stækkun á rými á þaki er talin vera of stór þar sem hún mun skerða útsýni í austur úr Davíðshúsi. Húsið er flokkað sem safn og gaman er fyrir gesti að sjá hvaða útsýni var fyrir augum Davíðs Stefánssonar.

Óskað var eftir umsögn höfundar húsakönnunar svæðisins á umbeðinni breytingu. Umsögn hans barst 16. maí 2018. Til bóta væri að minnka viðbygginguna og lækka til þess að hún beri ekki meginhúsið ofurliði. Grundvallarbreyting yrði á yfirbragði hverfisins ef bílageymslur yrðu byggðar á frálóðum húsa. Þak bílskýlis myndi einnig hafa verulega neikvæð áhrif á ásýnd Davíðshúss sem er friðuð bygging.
Skipulagsráð hafnar umbeðinni breytingu þar sem hún er talin hafa neikvæð áhrif á ásýnd og útsýni.

3.Grímsey - deiliskipulag hafnarsvæðis og þéttbýlis

Málsnúmer 2018010355Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags Grímseyjar var auglýst í Dagskránni 18. apríl 2018 og send til umsagnar.

Fjórar umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 2. maí 2018.

Í greinargerð kemur fram að unnin verði húsakönnun í Grímsey í tengslum við deiliskipulagsgerðina og að fyrirliggjandi fornleifaskráning verði endurskoðuð til að uppfylla staðla Minjastofnunar. Þetta er í samræmi við 16. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 7. maí 2018

Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna en minnt er á mikilvægi þess að gera grein fyrir fráveitum og áformum um úrbætur til að mæta kröfum skv. reglugerð um fráveitur og skólp og móttöku og flokkun á úrgangi.

3) Skipulagsstofnun, dagsett 3. maí 2018.

Fram kemur að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við 12. gr. skipulagslaga en ekki er tilgreint hvernig staðið verði að umhverfismati deiliskipulagsins eða hvaða þættir þess gefi tilefni til þess að skoða sérstaklega sbr. gr. 5.4. í skipulagsreglugerð. Auk umsagnaraðila sem nefndir eru þarf að leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands og Samgöngustofu.

4) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2018.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að veghelgunarsvæði tengivega er 15 metrar frá miðlínu. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Óskað er eftir að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum.
Skipulagsráð vísar innkomnum umsögnum til vinnslu deiliskipulagsins.

4.Hagahverfi, þjónustukjarni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018050096Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skipulagsráðs var fallið frá breytingu varðandi sex íbúða þjónustukjarna á lóðum nr. 1-3 við Nonnahaga. Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til í staðinn að þjónustukjarnanum verði fundinn staður nálægt innkomu í Hagahverfi að sunnan.
Skipulagsráð felur sviðstjóra skipulagssviðs að láta vinna breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis á lóðum við innkomu í hverfið að suðaustan til að koma þar fyrir þjónustukjarna.

5.Íbúðir fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016110062Vakta málsnúmer

Fjölskyldusvið og búsetusvið þurfa húsnæðisúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Fallið var frá breytingum á deiliskipulagi Hagahverfis á lóð Nonnahaga 5 þar sem slíkt úrræði var fyrirhugað. Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að nefnd verði skipuð til að móta framtíðarsýn um staðsetningu íbúða fyrir skjólstæðinga sviðanna.
Skipulagsráð leggur til við skipulagssvið, velferðarsvið og umhverfis- og mannvirkjasvið að myndaður verði vinnuhópur sem skipaður verði sviðsstjórum sviðanna með því markmiði að tillögum verði skilað fyrir 1. október 2018.

6.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 14. febrúar 2018 að hafin yrði gerð rammaskipulags fyrir rekstrarleyfisskylda gistingu á Akureyri. Lögð eru fram drög að greinargerð dagsett 15. maí 2018 unnin af Alta ráðgjafafyrirtæki ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa frá fundi með Alta.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðveita frá Hjalteyri - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2018010368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að fundin verði leið til að hefja framkvæmdir við nýja aðveituæð frá Hjalteyri sem fyrst. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 2. maí 2018.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við aðallögn hitaveitu frá gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar að gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis, sem er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem hefur hlotið staðfestingu, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

8.Glerárskóli - deiliskipulag

Málsnúmer 2018050142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs óskar eftir heimild til að gera deiliskipulag fyrir Glerárskólareit. Gert verði ráð fyrir heildrænni þjónustu leik- og grunnskóla sem starfa í nánu samstarfi og samnýta húsakost þar sem við á s.s. stjórnunarálmu, skólamötuneyti, kaffistofu starfsmanna, íþróttaaðstöðu, sundlaug og hátíðarsal sem þjónustar einnig íbúa í Glerárhverfi.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Það er mjög mikilvægt að skipulagið haldi opnum möguleika á að lagðir verði stofnstígar fyrir hjólandi og gangandi austan með mörkum Þórssvæðis og lóðar Glerárskóla. Meðan ekki er komið heildstætt framtíðarskipulag fyrir samgöngumannvirki sem þjóna eigi gangandi og hjólandi vegfarendum verður að halda opnum möguleikum á staðsetningum fyrir stofnstíga.

9.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið. Skipulagsráð samþykkti svör við athugasemdum en frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir að skipulagssvæðinu verði skipt upp í tvö skipulagssvæði A- og B-hluta og deiliskipulagi B-hluta verði frestað. Skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga fyrir A-hlutann þannig breytt og breyting á suðurhluta Hlíðahverfis verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

10.Klettaborg - umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050078Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á leiksvæði við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 21. nóvember 2017 og unnin af Kollgátu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að næstu nágrönnum verði tilkynnt um auglýsinguna.

11.Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2018010323Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til jarðvegsflutnings og landmótunar vegna kvartmílubrautar og öryggissvæðis vestast á akstursíþróttasvæðinu. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018 þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar um umhverfismat lægi fyrir. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er dagsett 15. maí 2018. Skipulagsstofnun telur að þær breytingar sem gerðar voru á deiliskipulagi svæðisins árið 2013 og framkvæmdarleyfi til að hefja landmótun og tilfærslur á jarðvegi innan svæðisins kalli ekki á sérstaka málsmeðferð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við landmótun vegna kvartmílubrautar og öryggissvæðis vestast á akstursíþróttasvæðinu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

12.Hafnarstræti 69 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2016110132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2018 þar sem Daníel Snorrason fyrir hönd Hótels Akureyri ehf., kt. 640912-0220, sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 69 við Hafnarstræti til 30. janúar 2019. Áður hefur verið veittur frestur til 1. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir umbeðinn frest.

13.Ásabyggð 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

Málsnúmer 2018040147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Helgi Valur Harðarson og Valdís Ösp Jónsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við hús sitt nr. 11 við Ásabyggð. Meðfylgjandi er mynd. Innkomin gögn vegna nýrrar staðsetningar og samþykki nágranna 14. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsókn um byggingarleyfi berst, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir hverfið.

14.Áshlíð 5 - fyrirspurn vegna bílskúrs

Málsnúmer 2018050152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2018 þar sem Jónatan Friðriksson leggur inn fyrirspurn hvort byggja megi bílskúr við hús nr. 5 við Áshlíð. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hverfisins.

15.Ráðhústorg 3 - íbúðir 201-401 skráðar sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2018040266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Fjóla H. Tarnov fyrir hönd FP ehf., kt. 520213-1390, sækir um að íbúðir 201 og 401 í húsi nr. 3 við Ráðhústorg verði skráðar sem atvinnuhúsnæði. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 2. maí 2018. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda.
Í ljósi þess að íbúðirnar eru á miðbæjarsvæði og hafa verið nýttar til útleigu undanfarin ár í samræmi við útgefið rekstrarleyfi samþykkir skipulagsráð að þeim verði breytt í atvinnuhúsnæði. Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunni.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

16.Kjarnagata 2 - aðgengi frá og að Miðhúsabraut

Málsnúmer 2017110100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Guðrún Eva Gunnarsdóttir fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir að- og frárein að Miðhúsabraut. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsráð frestar erindinu.

17.Torg í biðstöðu á Akureyri

Málsnúmer 2018050162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2018 þar sem Almar Alfreðsson fyrir hönd Akureyrarstofu óskar eftir að fá tvö til þrjú svæði í miðbænum til afnota frá opnun Listasumars 24. júlí til loka ágúst til að breyta ásýnd og umferð um svæðið. Fyrirmynd verkefnisins er frá Reykjavík, Torg í biðstöðu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmyndina. Tillögur verði unnar í samráði við skipulagssvið og umhverfis- og mannvirkjasvið.

18.Saltnesnáma - gerð mótorkrossbrautar

Málsnúmer 2018040297Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2018 þar sem Hermann Erlingsson fyrir hönd Stimpils félagasamtaka, kt. 541217-1850, sækir um leyfi til að útbúa mótorkrossbraut við Saltnesnámu, Hrísey. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum.

19.Skipulags- og kortagögn - norður upp

Málsnúmer 2018050176Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2018, þar sem Jón Þorvaldur Heiðarsson kt. 210268-56119, óskar eftir að kortagögn sem lögð eru fyrir skipulagsráð verði með norður upp til að auðvelda samanburð m.a. við kotasjár á netinu.
Skipulagsráð beinir þeim tilmælum til þeirra sem skila gögnum til skipulagssviðs að þegar um teikningar er að ræða sem sýna ofanvarp af landsvæði eða lóð þá skuli á uppdrætti gera skýra grein fyrir áttum.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. apríl 2018. Lögð var fram fundargerð 675. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. maí 2018. Lögð var fram fundargerð 676. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. maí 2018. Lögð var fram fundargerð 677. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lag fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.