Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2018010323

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 28. mars 2018 þar sem Halldór Jóhannesson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir efnisflutningum og landmótun innan lóðar Hlíðarfjallsvegar 11 vegna uppbyggingar öryggishluta kvartmílubrautar og öryggissvæðis.
Umsækjanda er bent á að framkvæmdin er tilkynningarskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til jarðvegsflutnings og landmótunar vegna kvartmílubrautar og öryggissvæðis vestast á akstursíþróttasvæðinu. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018 þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar um umhverfismat lægi fyrir. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er dagsett 15. maí 2018. Skipulagsstofnun telur að þær breytingar sem gerðar voru á deiliskipulagi svæðisins árið 2013 og framkvæmdarleyfi til að hefja landmótun og tilfærslur á jarðvegi innan svæðisins kalli ekki á sérstaka málsmeðferð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við landmótun vegna kvartmílubrautar og öryggissvæðis vestast á akstursíþróttasvæðinu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.