Ásabyggð 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

Málsnúmer 2018040147

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Helgi Valur Harðarson og Valdís Ösp Jónsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við hús sitt nr. 11 við Ásabyggð. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem bílskúr á lóðamörkum hefur neikvæð áhrif á dvalarsvæði á nágrannalóð.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Helgi Valur Harðarson og Valdís Ösp Jónsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við hús sitt nr. 11 við Ásabyggð. Meðfylgjandi er mynd. Innkomin gögn vegna nýrrar staðsetningar og samþykki nágranna 14. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsókn um byggingarleyfi berst, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir hverfið.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Ásabyggð 11. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 11. apríl 2019 með fresti til athugasemda til 10. maí 2019. Engar athugasemdir bárust og liggur fyrir samþykki eigenda aðliggjandi lóðar, Ásabyggðar 13.
Skipulagsráð fellst á byggingu bílskúrs á lóðinni og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 726. fundur - 06.06.2019

Erindi dagsett 28. maí 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Helga Vals Harðarsonar og Valdísar Aspar Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir stakstæðri bílgeymslu við hús nr. 11 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Sótt er um að fá graftrarleyfi sem fyrst.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 727. fundur - 13.06.2019

Erindi dagsett 28. maí 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Helga Vals Harðarsonar og Valdísar Aspar Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir stakstæðri bílgeymslu við hús nr. 11 við Ásabyggð. Sótt er um að fá graftrarleyfi sem fyrst. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. júní 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.