Smáhýsi fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016110062

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 8. nóvember 2016 þar sem Laufey Þórðardóttir og Anna Marit Níelsdóttir fyrir hönd búsetu- og fjölskyldudeildar óska eftir lóðum fyrir smáhýsi. Anna Marit nætti á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Önnu Marit fyrir kynninguna og frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 8. nóvember 2016 þar sem Laufey Þórðardóttir og Anna Marit Níelsdóttir f.h. búsetu- og fjölskyldudeildar óska eftir lóðum fyrir smáhýsi. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016. Laufey Þórðardóttir mætti á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Laufeyju fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsdeild í samvinnu við búsetu- og fjölskyldudeild að koma fram með tillögur að stöðum sem til greina gætu komið.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 8. nóvember 2016 þar sem Laufey Þórðardóttir og Anna Marit Níelsdóttir f.h. búsetu- og fjölskyldudeildar óska eftir lóðum fyrir smáhýsi. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember og 30. nóvember 2016. Lögð er fram tillaga vinnuhóps skipulagsdeilar og fjölskyldudeildar að staðsetningu fyrir tvö smáhýsi á lóð Akureyrarbæjar að Norðurtanga 7.
Þar sem um bráða þörf er að ræða samþykkir meirihluti skipulagsnefndar tillöguna sem tímabundna lausn.

Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að vinna áfram að framtíðar staðsetningu smáhýsa á vegum fjölskyldudeildar.

Tryggvi Gunnarsson S-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Fjölskyldusvið og búsetusvið þurfa húsnæðisúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Fallið var frá breytingum á deiliskipulagi Hagahverfis á lóð Nonnahaga 5 þar sem slíkt úrræði var fyrirhugað. Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að nefnd verði skipuð til að móta framtíðarsýn um staðsetningu íbúða fyrir skjólstæðinga sviðanna.
Skipulagsráð leggur til við skipulagssvið, velferðarsvið og umhverfis- og mannvirkjasvið að myndaður verði vinnuhópur sem skipaður verði sviðsstjórum sviðanna með því markmiði að tillögum verði skilað fyrir 1. október 2018.