Ráðhústorg 3 - íbúðir 201-401 skráðar sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2018040266

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Fjóla H. Tarnov fyrir hönd FP ehf., kt. 520213-1390, sækir um að íbúðir 201 og 401 í húsi nr. 3 við Ráðhústorg verði skráðar sem atvinnuhúsnæði til gistingar.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Fjóla H. Tarnov fyrir hönd FP ehf., kt. 520213-1390, sækir um að íbúðir 201 og 401 í húsi nr. 3 við Ráðhústorg verði skráðar sem atvinnuhúsnæði. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 2. maí 2018. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda.
Í ljósi þess að íbúðirnar eru á miðbæjarsvæði og hafa verið nýttar til útleigu undanfarin ár í samræmi við útgefið rekstrarleyfi samþykkir skipulagsráð að þeim verði breytt í atvinnuhúsnæði. Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunni.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.