Glerárskóli - deiliskipulag

Málsnúmer 2018050142

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 14. maí 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs óskar eftir heimild til að gera deiliskipulag fyrir Glerárskólareit. Gert verði ráð fyrir heildrænni þjónustu leik- og grunnskóla sem starfa í nánu samstarfi og samnýta húsakost þar sem við á s.s. stjórnunarálmu, skólamötuneyti, kaffistofu starfsmanna, íþróttaaðstöðu, sundlaug og hátíðarsal sem þjónustar einnig íbúa í Glerárhverfi.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Það er mjög mikilvægt að skipulagið haldi opnum möguleika á að lagðir verði stofnstígar fyrir hjólandi og gangandi austan með mörkum Þórssvæðis og lóðar Glerárskóla. Meðan ekki er komið heildstætt framtíðarskipulag fyrir samgöngumannvirki sem þjóna eigi gangandi og hjólandi vegfarendum verður að halda opnum möguleikum á staðsetningum fyrir stofnstíga.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Lögð fram tillaga Kollgátu ehf., f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, að deiliskipulagi fyrir lóð Glerárskóla. Er í deiliskipulaginu m.a. afmarkaður byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð.

Á fundinn komu Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu og Tómas Björn Hauksson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerðu grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð þakkar Ingólfi og Tómasi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagssvið. Samhliða verði auglýst breyting á aðalskipulagi svæðisins og breytingar á afmörkun deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta og Glerárgils - neðsta hluta.

Er skipulagssviði falið að senda tillöguna til umsagnar Íþróttafélagsins Þórs, hverfisnefndar Holta- Hlíðahverfis, Norðurorku og Minjastofnunar.

Bæjarráð - 3646. fundur - 18.07.2019

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júlí 2018:

Lögð fram tillaga Kollgátu ehf., f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, að deiliskipulagi fyrir lóð Glerárskóla. Er í deiliskipulaginu m.a. afmarkaður byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð.

Á fundinn komu Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu og Tómas Björn Hauksson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerðu grein fyrir tillögunni.

Skipulagsráð þakkar Ingólfi og Tómasi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagssvið. Samhliða verði auglýst breyting á aðalskipulagi svæðisins og breytingar á afmörkun deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta og Glerárgils - neðsta hluta.

Er skipulagssviði falið að senda tillöguna til umsagnar Íþróttafélagsins Þórs, hverfisnefndar Holta- Hlíðahverfis, Norðurorku og Minjastofnunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Glerárskóla var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2019. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að afmarkaður er byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð. Tvær athugasemdir bárust auk umsagna frá Norðurorku, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Rarik. Meðfylgjandi er tillaga að svörum Akureyrarbæjar um efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svörum við athugasemdum og umsögnum verði samþykkt og að deiliskipulagstillagan verði samþykkt, með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir, og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista óskar bókað:

Ég tel að sleppisvæðið sé ekki nógu stórt og hvernig aðgengið er frá því að skólanum. Einnig er spurning um hvort gert sé ráð fyrir nógu mörgum bílastæðum. Á þessu svæði eru þrír skólar, tveir leikskólar og einn grunnskóli.

Bæjarstjórn - 3461. fundur - 15.10.2019

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2019:

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Glerárskóla var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2019. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að afmarkaður er byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð. Tvær athugasemdir bárust auk umsagna frá Norðurorku, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Rarik. Meðfylgjandi er tillaga að svörum Akureyrarbæjar um efni athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svörum við athugasemdum og umsögnum verði samþykkt og að deiliskipulagstillagan verði samþykkt, með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir, og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista óskar bókað:

Ég tel að sleppisvæðið sé ekki nógu stórt og hvernig aðgengið er frá því að skólanum. Einnig er spurning um hvort gert sé ráð fyrir nógu mörgum bílastæðum. Á þessu svæði eru þrír skólar, tveir leikskólar og einn grunnskóli.


Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 7 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista óska bókað: Við getum ekki samþykkt þessa tillögu þar sem staðsetning leikskólabyggingarinnar er ekki í samræmi við hugmyndir okkar og þær hugmyndir sem komu fyrst fram. Þá er hönnunin ekki í samræmi við það sem farið var af stað með í upphafi þar sem lögð var áhersla á samlegð með Glerárskóla. Við leggjum samt áherslu á nauðsyn þess að ný leikskólabygging rísi sem fyrst og hörmum það hvað þessi bygging og það sem henni fylgir hefur dregist á langinn.

Geir Kristinn Aðalsteinsson kom aftur inn á fundinn.