Torg í biðstöðu á Akureyri

Málsnúmer 2018050162

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 15. maí 2018 þar sem Almar Alfreðsson fyrir hönd Akureyrarstofu óskar eftir að fá tvö til þrjú svæði í miðbænum til afnota frá opnun Listasumars 24. júlí til loka ágúst til að breyta ásýnd og umferð um svæðið. Fyrirmynd verkefnisins er frá Reykjavík, Torg í biðstöðu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmyndina. Tillögur verði unnar í samráði við skipulagssvið og umhverfis- og mannvirkjasvið.