Mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar - 2015

Málsnúmer 2015110167

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 199. fundur - 26.11.2015

Rætt um að setja Akureyrarbæ sérstaka upplýsingastefnu sem ætlað er að ná til sem flestra þátta í öflun, meðferð og miðlun upplýsinga.
Lagt fram til kynningar. Umræðu haldið áfram á næsta fundi stjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 202. fundur - 20.01.2016

Framhald umræðu um mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ. Lögð fram hugmynd að ramma fyrir slíka stefnu. Vinnuhópur um íbúalýðræði og gagnsæa stjórnsýslu, sem er að störfum, mun í sínum tillögum jafnframt leggja áherslu á að sett verði upplýsingastefna fyrir bæjarkerfið sem heild.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur um mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ sem heild og að vinnan verði leidd af Akureyrarstofu í samvinnu við skrifstofu Ráðhúss.

Bæjarráð - 3493. fundur - 04.02.2016

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 20. janúar 2016:

Framhald umræðu um mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ. Lögð fram hugmynd að ramma fyrir slíka stefnu. Vinnuhópur um íbúalýðræði og gagnsæa stjórnsýslu, sem er að störfum, mun í sínum tillögum jafnframt leggja áherslu á að sett verði upplýsingastefna fyrir bæjarkerfið sem heild.

Stjórn Akureyrarstofu leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur um mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ sem heild og að vinnan verði leidd af Akureyrarstofu í samvinnu við skrifstofu Ráðhúss.
Bæjarráð frestar skipun vinnuhóps þar til endanlegar tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði liggja fyrir.

Bæjarráð - 3582. fundur - 11.01.2018

Umræður um mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir því að Akureyrarstofa leiði vinnu við mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ.

Stjórn Akureyrarstofu - 244. fundur - 18.01.2018

Á fundi bæjarráðs þann 11. janúar sl. var umræða um mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar. Bæjarráð óskar eftir því að Akureyrarstofa leiði vinnu við mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að einn fulltrúi frá hverju sviði Akureyrarbæjar komi að vinnu við mótun upplýsingastefnunnar. Fyrstu drög að stefnunni skulu lögð fyrir stjórn Akureyrarstofu 1. apríl nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 251. fundur - 05.04.2018

Lögð fram drög að Upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa drögunum til umsagnar hjá öðrum nefndum og ráðum sveitarfélagsins að teknu tilliti til umræðu og athugasemda sem fram komu á fundinum.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir umsögn skipulagsráðs á upplýsingastefnu Akureyrarbæjar 2018-2022 sem vinnuhópur hefur verið með í smíðum.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti.

Velferðarráð - 1277. fundur - 02.05.2018

Stjórn Akureyrarstofu óskaði eftir umsögn velferðarráðs um upplýsingastefnu Akureyrarbæjar sem vinnuhópur hefur verið með í smíðum.
Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við upplýsingastefnuna og lýsir ánægju sinni með hana.

Frístundaráð - 31. fundur - 03.05.2018

Óskað er eftir umsögn frístundaráðs við upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð hefur engar athugasemdir við upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 03.05.2018

Drög að upplýsingastefnu Akureyrarkaupstaðar lögð fram til kynningar og umsagnar.
Kjarasamninganefnd telur að drög að upplýsingastefnu séu óskýr og nái ekki tilgangi sínum.

Öldungaráð - 10. fundur - 07.05.2018

Óskað er eftir umsögn Öldungaráðs á upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð hefur ekki athugasemdir við stefnuna en vill koma þeirri athugasemd á framfæri að mikilvægt er að allar upplýsingar er varða málefni eldri borgara séu á einum stað á heimasíðu bæjarins.

Jafnframt telur Öldungaráð ástæðu til þess að Akureyrarbær haldi kynningarfund á heimasíðu bæjarins fyrir eldri borgara.

Fræðsluráð - 11. fundur - 07.05.2018

Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs lagði fram til kynningar og umsagnar drög að upplýsingastefnu Akureyrarkaupstaðar 2018-2022.
Engar athugasemdir komu fram um stefnuna. Fræðsluráð fagnar framkomnum drögum.

Bæjarráð - 3606. fundur - 23.08.2018

6. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 5. apríl 2018:

Lögð fram drög að Upplýsingastefnu Akureyrarbæjar. Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa drögunum til umsagnar hjá öðrum nefndum og ráðum sveitarfélagsins að teknu tilliti til umræðu og athugasemda sem fram komu á fundinum.

Kynnt umsögn stjórnsýslusviðs um stefnudrögin.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur drög að upplýsingastefnu óskýr og nái ekki tilgangi sínum og vísar umsögn stjórnsýslusviðs til stjórnar Akureyrarstofu til frekari vinnslu. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að kalla eftir frekari umsögnum sviða.

Stjórn Akureyrarstofu - 263. fundur - 18.10.2018

Lagðar fram athugasemdir við drög að upplýsingastefnu frá ráðum Akureyrarbæjar og sviðsstjórum.
Stjórn Akureyrarstofu felur stýrihópnum sem hélt utan um vinnuna við gerð stefnunnar að vinna hana áfram m.t.t. þeirra athugasemda sem hafa komið fram. Jafnframt telur stjórnin það mikilvægt að samhliða þessu verði sérstaklega tekið á stefnu bæjarins um notkun samfélagsmiðla.

Stjórnin óskar eftir að vinnunni verði lokið fyrir miðjan nóvember nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 267. fundur - 06.12.2018

Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála kynnti drög að upplýsingastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að stefnan verði uppfærð miðað við þær athugasemdir sem komu fram á fundinum og verði lögð fyrir stjórnina á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 268. fundur - 18.12.2018

Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála lagði fram upplýsingastefnu Akureyrarbæjar til samþykktar.

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlögð drög að upplýsingastefnu að viðbættum þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og vísar henni til endanlegrar samþykktar hjá bæjarráði.

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Liður 1 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 18. desember 2018:

Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála lagði fram upplýsingastefnu Akureyrarbæjar til samþykktar.

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlögð drög að upplýsingastefnu að viðbættum þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og vísar henni til endanlegrar samþykktar hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að upplýsingastefnu með þeim breytingum að gildistími sé 2019-2022 og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Lögð fram til umræðu og afgreiðslu drög að upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Drögin voru samþykkt í stjórn Akureyrarstofu 18. desember 2018. Bæjarráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti þann 17. janúar 2019 með þeirri breytingu að gildistími stefnunnar verði 2019-2022.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti stefnuna og lagði jafnframt fram eftirfarandi tillögu að breytingu á aðgerðarþætti sem snýr að kynningaráætlun sviða og deilda:

Í stað lokadagsetningar 1. febrúar á kynningaráætlun sviða og deilda komi 1. mars.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir upplýsingastefnu Akureyrarbæjar 2019-2022, með þeirri breytingu sem lögð var til um lokadagsetningu kynningaráætlunar sviða og deilda, með 11 samhljóða atkvæðum.

Frístundaráð - 48. fundur - 23.01.2019

Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið og deildir leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.
Frístundaráð felur sviðsstjóra að leggja fram kynningaráætlun á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið og deildir leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að starfsmenn Akureyrarstofu geri drög að kynningaráætlun og leggi fyrir stjórn.

Stjórn Akureyrarstofu - 276. fundur - 16.04.2019

Farið yfir stöðu aðgerða upplýsingastefnu.

Stjórn Akureyrarstofu - 283. fundur - 29.08.2019

Farið yfir aðgerðaáætlun upplýsingastefnu.
Í ljósi þess að tímamörk allra verkefna hafa ekki staðist óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að vef- og samfélagsmiðlastefna verði tilbúin 31. desember 2019 og leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla 1. október 2019.

Stjórn Akureyrarstofu - 311. fundur - 14.01.2021

Umræða um aðgerðir upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.