Fræðsluráð

11. fundur 07. maí 2018 kl. 13:30 - 15:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Guðmundur H Sigurðarson
 • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Bryndís Björnsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Sigurður Freyr Sigurðarson fulltrúi grunnskólakennara
 • Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Ellý Dröfn Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólakennara
 • Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Dagnýjar Þóru Baldursdóttur.
Hvorugur fulltrúa ungmennaráðs komst á fundinn.

1.Kynning á nýjum verkefnum Tónlistarskólans

2018030032

Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri kynnti væntanlegt samstarf við MA skólaárið 2018-2019 um stofnun tónlistarbrautar til stúdentsprófs við MA. Um er að ræða nám til stúdentsprófs af klassískri, rytmískri og skapandi braut. Skipulag, námskrá og kennsluáætlun liggur að mestu fyrir. Verið er að kynna námið á samfélagsmiðlum og er verkefnið fjármagnað að fullu.
Fræðsluráð fagnar framtaki stjórnenda skólans í þessu verkefni.

2.Skólaleikur

2018020316

Farið var yfir stöðu mála við undirbúning skólaleiks haustið 2018.

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar og Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerðu grein fyrir skráningum í Skólaleik og hvernig staðið verður að framkvæmdinni.

3.Skólavogin 2018

2018030274

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti niðurstöður úr Skólavoginni fyrir haustönn 2017 og vor 2018.

Lagðar voru fram niðurstöður úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk árið 2017 auk niðurstöðu viðhorfakannana í leik- og grunnskólum frá vorönn 2018.

4.Viðauki vegna hækkunar húsaleigu Tröllaborga

2018040177

Málið var tekið fyrir til seinni umræðu á 10. fundi fræðsluráðs 30. apríl 2018. Þá var afgreiðslu frestað þar sem öll gögn málsins lágu ekki fyrir.

Fram fór 2. umræða um viðaukann.

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar gerði grein fyrir heildarkostnaði framkvæmda í Lautinni / Tröllaborgum og ástæðum fyrir hækkun á húsaleigu sem verið er að óska eftir aukningu fyrir. Óskað er eftir að þessum kostnaðarauka verði mætt með viðauka upp á 6.650 þús.kr.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs. Jafnframt vill fræðsluráð benda á nauðsyn þess að UMSA upplýsi tímanlega ef breytingar verða á framkvæmdakostnaði sem áhrif hefur á lausafjárleigu.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2018

2017050143

Fyrri umræða um viðaukann fór fram á 10. fundi fræðsluráðs 30. apríl 2018. Þá var málinu vísað til 2. umræðu.

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Fram fór 2. umræða um viðauka vegna fjölgunar kennslustunda í leikskólum.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna sérkennslumála í leikskólum að upphæð 19.500 þús.kr.

6.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

2015110167

Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs lagði fram til kynningar og umsagnar drög að upplýsingastefnu Akureyrarkaupstaðar 2018-2022.
Engar athugasemdir komu fram um stefnuna. Fræðsluráð fagnar framkomnum drögum.

Fundi slitið - kl. 15:15.