Stjórn Akureyrarstofu

244. fundur 18. janúar 2018 kl. 16:15 - 18:15 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Iceland Airwaves 2018 og 2019 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018010163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. desember 2017 frá Grími Atlasyni f.h. IA tónlistarhátíðar ehf þar sem óskað er eftir stuðningi við að halda tónlistarhátíðina Iceland Airwaves á Akureyri árin 2018 og 2019. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti á Akureyri í nóvember 2017 og þótti heppnast vel. Áætlað er að heildarfjöldi gesta og blaðamanna hafi þá verið um 900.
Málið lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2018

Málsnúmer 2017050182Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við ríkið um menningarmál.

3.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun saminga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum samningi við Menningarfélag Akureyrar. Samningurinn er til þriggja ára.

4.Mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 11. janúar sl. var umræða um mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar. Bæjarráð óskar eftir því að Akureyrarstofa leiði vinnu við mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að einn fulltrúi frá hverju sviði Akureyrarbæjar komi að vinnu við mótun upplýsingastefnunnar. Fyrstu drög að stefnunni skulu lögð fyrir stjórn Akureyrarstofu 1. apríl nk.

5.Heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands til Færeyja

Málsnúmer 2018010237Vakta málsnúmer

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fer til Færeyja nú í byrjun febrúar og spilar á tónleikum með Færeyjasinfóníunni. Farið verður fimmtudaginn 1. febrúar og komið til baka 5. febrúar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að senda fulltrúa stjórnar með í för.

6.Minjasafnið á Akureyri - ársreikningur 2016

Málsnúmer 2018010160Vakta málsnúmer

Ársreikningur Minjasafnsins 2016 lagður fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu gerir athugasemdir við það hversu seint ársreikningurinn berst og hvetur stjórn Minjasafnsins til að skila ársreikningum í samræmi við samþykktir safnsins. Jafnframt felur stjórn Akureyrarstofu starfsmönnum að afla frekari gagna vegna ábendinga endurskoðanda.

Fundi slitið - kl. 18:15.