Stjórn Akureyrarstofu

283. fundur 29. ágúst 2019 kl. 14:00 - 17:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri skipulagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Akureyrarstofa, starfslýsingar

Málsnúmer 2019010210Vakta málsnúmer

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar mætti á fundinn og fór yfir helstu verkefni þessa nýja starfs.

2.Stjórn Akureyrarstofu - fundaáætlun 2019

Málsnúmer 2018120145Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir haustið 2019.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða fundaáætlun.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020

Málsnúmer 2019050308Vakta málsnúmer

Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020.

4.Menningarfélag Akureyrar - beiðni um kaup á búnaði

Málsnúmer 2016110028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2019 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk þar sem óskað er eftir kaupum á búnaði.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að starfsmenn UMSA yfirfari listann í samráði við MAk og jafnframt verði gerð áætlun um endurnýjun stofnbúnaðar til lengri tíma.

5.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 7 mánaða rekstraryfirlit.

6.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Farið yfir aðgerðaáætlun upplýsingastefnu.
Í ljósi þess að tímamörk allra verkefna hafa ekki staðist óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að vef- og samfélagsmiðlastefna verði tilbúin 31. desember 2019 og leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla 1. október 2019.

7.Rekstur kaffihúsa í stofnunum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019080451Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs vegna reksturs á kaffihúsum í stofnunum Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa minnisblaðinu til umræðu í bæjarráði.

8.Dansverkið Rómeó Júlía - styrkbeiðni

Málsnúmer 2019080466Vakta málsnúmer

Erindi dags. 5. júlí 2019 frá Hlyni Páli Pálssyni f.h. Íslenska dansflokksins, Listahátíðar í Reykjavík og Þjóðleikhússins þar sem óskað er eftir stuðningi við uppsetningu á dansverkinu Rómeó Júlía sem er samstarfsverkefni þessara aðila á Listahátíð í Reykjavík og á Akureyri á næsta ári.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að ræða við bréfritara.

9.Fundargerðir AFE

Málsnúmer 2019040049Vakta málsnúmer

Fundargerðir AFE nr. 233, 234, 235, 236 og 237 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.