Bæjarráð

3606. fundur 23. ágúst 2018 kl. 08:15 - 11:21 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - framtíðaruppbygging

Málsnúmer 2018070458Vakta málsnúmer

Tillögur að framtíðaruppbyggingu ÖA voru áður á dagskrá bæjarráðs 19. júlí og 2. ágúst 2018. Þá var afgreiðslu frestað þar til málið hefði verið kynnt í velferðarráði og öldungaráði.

Á fundi öldungaráðs 3. ágúst 2018 var bókað:

Öldungaráð þakkar þeim Halldóri, Friðnýju og Ingunni fyrir góða kynningu og styður að sótt verði um frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma eins og fram kemur í minnisblaðinu og breytingu á þjónustu. Öldungaráð leggur jafnframt á það mikla áherslu að umræða um öldrunarþjónustu verði heildstæð og allir þættir þjónustunnnar verði áfram til umræðu. Öldungaráð óskar jafnframt eftir því að haldinn verði kynningarfundur um málefnið á opnum fundi eldri borgara.

Velferðarráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum 8. ágúst 2018:

Velferðarráð þakkar kynninguna, óskar eftir að fylgjast með framgangi mála og styður við að unnið verði að framgangi tillagnanna.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að ráðist verði í nýbyggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 60 einstaklinga og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og framkvæmdastjóra ÖA að tilkynna velferðarráðuneytinu um vilja bæjaryfirvalda.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að setja á fót rekstrarráð, eins og fram kom í tillögum KPMG, sem ætlað er að vera stjórnendum og velferðarráði til stuðnings í málum er varða rekstur og fjármál ÖA. Er formanni bæjarráðs falið að útbúa erindisbréf fyrir rekstrarráð og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - gjaldskrár

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 7. ágúst 2018:

Lögð fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Listasafnið á Akureyri og drög að reglum um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði safnsins. Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði. Einnig samþykkir stjórnin viðmiðunarreglur um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði Listasafnsins.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá Listasafnsins á Akureyri.

3.Almennar íbúðir - lög nr. 52/2016 - stofnframlag - húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Kynnt drög að húsnæðisáætlun fyrir Akureyri 2018-2026 unnin af VSÓ ráðgjöf.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu og kallar eftir frekari upplýsingum.

4.Minjasafnið á Akureyri - endurnýjun þjónustusamnings

Málsnúmer 2016040100Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 7. ágúst 2018:

Endurnýjun þjónustusamnings við Minjasafnið tekin fyrir að nýju.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 8.300.000 kr.

Liður 4 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 16. ágúst 2018:

Vegna misritunar í síðustu fundargerð hvað varðar umbeðinn viðauka þarf að taka málið fyrir að nýju.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir viðauka við fjárhagsáætlun annars vegar að upphæð 7.500.000 kr. vegna eingreiðslu og hins vegar 1.800.000 kr. vegna hækkunar á samningsbundnu framlagi, samtals 9.300.000 kr.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins að upphæð kr. 9.300.000.

5.Iðnaðarsafnið, beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2018080050Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 16. ágúst 2018:

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.

Akureyrarbær hefur stutt við rekstur safnsins á undanförnum árum með því að útvega því húsnæði án endurgjalds. Sá stuðningur er nú metinn á um 5 milljónir króna árlega. Safnið sjálft hefur aflað tekna til að standa undir daglegum rekstri og almennu safnastarfi en sjálfboðavinna hefur skipað stóran þátt í að láta það ganga upp. Safnið hefur nú óskað eftir auknum stuðningi bæjarins m.a. með það að markmiði að auka samfellu í starfseminni og til að auðvelda því að uppfylla fagleg skilyrði sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum. Iðnaðarsafnið fékk stöðu viðurkennds safns árið 2014.

Stjórn Akureyrarstofu telur að Iðnaðarsafnið gegni afar mikilvægu hlutverki í safnaflóru bæjarins og hafi lyft grettistaki í varðveislu sögu sem annars væri að stórum hluta glötuð. Stjórnin leggur til við bæjarráð að safnið fái sérstakan fjárstuðning á yfirstandandi ári að upphæð 2 milljónir króna sem geri því kleift að viðhalda reglulegri starfsemi og óskar því eftir samsvarandi viðauka við fjárhagsáætlun. Jafnframt verði styrkurinn nýttur til að móta skýra framtíðarsýn fyrir safnið, fara yfir rekstrarforsendur og tekjumöguleika sem leggja má til grundvallar við ákvörðun um starfsemi safnins á næstu árum.

Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra og formanni að ræða við forsvarsmenn safnsins.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Akureyrarstofu og samþykkir jafnframt að veita Iðnaðarsafninu á Akureyri sérstakan fjárstuðning að upphæð kr. 2.000.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna þessa.

6.Eyþing - uppgjör lífeyrisskuldbindinga

Málsnúmer 2018080174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2018 frá Lindu Margréti Sigurðardóttur f.h. Eyþings þar sem leitað er til aðildarsveitarfélaga Eyþings um aukagreiðslur í kjölfar uppgjörs vegna breytinga á A deild Brúar Lífeyrissjóðs. Heildarupphæð uppgjörsins er kr. 7.199.806. Hlutur Akureyrarbæjar í uppgjörinu er reiknaður 61,59% það er kr. 4.434.444.
Bæjarráð samþykkir aukagreiðslur til Eyþings að upphæð kr. 4.434.444 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna þessa.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 9 vegna breytinga á kjarasamningum kennara í grunnskólum og kennara og stjórnenda í leik- og tónlistarskólum og breytinga á samningum félaga háskólamanna vegna starfsmats.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 186,6 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 5. apríl 2018:

Lögð fram drög að Upplýsingastefnu Akureyrarbæjar. Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa drögunum til umsagnar hjá öðrum nefndum og ráðum sveitarfélagsins að teknu tilliti til umræðu og athugasemda sem fram komu á fundinum.

Kynnt umsögn stjórnsýslusviðs um stefnudrögin.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur drög að upplýsingastefnu óskýr og nái ekki tilgangi sínum og vísar umsögn stjórnsýslusviðs til stjórnar Akureyrarstofu til frekari vinnslu. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að kalla eftir frekari umsögnum sviða.

Fundi slitið - kl. 11:21.