Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 289. fundur - 15.08.2014

Bæjartæknifræðingur kynnti tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015

Framkvæmdaráð - 290. fundur - 05.09.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Framkvæmdaráð - 291. fundur - 19.09.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Framkvæmdaráð - 292. fundur - 26.09.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Þorvaldur Helgi Auðunsson slökkviliðsstjóri, Ólafur Stefánsson aðstoðarslökkviliðsstjóri og Stefán Baldursson framkvæmdastjóri Strætisvagna Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir Aðalsjóð þeirra deilda sem heyra undir framkvæmdaráð.

Tillaga að sorphirðuhjaldi er kr. 30.700.

Kynntar voru tillögur að rekstri Framkvæmdamiðstöðvar, Strætisvagna Akureyrar og Bifreiðastæðasjóðs og lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun næstu ára.

Framkvæmdaráð - 293. fundur - 03.10.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun þeirra deilda sem tilheyra ráðinu, dags. 3. október 2014 og vísar henni til bæjarráðs.

Kynnt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2015-2018.

Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista vék af fundi kl. 10:00.

Framkvæmdaráð - 294. fundur - 31.10.2014

Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og lögð fram ný framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð samþykkir að fallið verði frá kaupum á notuðum körfubíl fyrir Slökkvilið Akureyrar. Fjármagn verði þess í stað sett í viðhald á núverandi körfubíl.

Framkvæmdaráð samþykkir að heildarrammi vegna framkvæmda og tækjakaupa í eignarsjóði verði 632 mkr.

Framkvæmdaráð - 295. fundur - 07.11.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Umhverfisnefnd - 98. fundur - 18.11.2014

Vinna við fjárhagsáætlun málaflokkanna 108 og 111 fyrir árið 2015 kynnt.

Framkvæmdaráð - 296. fundur - 21.11.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Farið var yfir breytingar á rekstri aðalsjóðs frá síðustu umræðu og framkvæmdaáætlun og gjaldskrár endurskoðaðar.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og tillögur að gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.

Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 11:20.

Framkvæmdaráð - 299. fundur - 16.01.2015

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015 og kynntar hugmyndir af Drottningarbrautarstígnum ásamt kostnaðaráætlun.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum.

Framkvæmdaráð - 301. fundur - 10.02.2015

Farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun ársins 2015.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur vék af fundi kl.09:30.

Framkvæmdaráð - 303. fundur - 06.03.2015

Lagðar fram tillögur framkvæmdadeildar að tækjakaupum fyrir Framkvæmdamiðstöð árið 2015.
Farið var yfir framlagðar tillögur framkvæmdadeildar og þær samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Framkvæmdaráð - 304. fundur - 20.03.2015

Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og rætt um stöðu snjómoksturs fyrstu 2 mánuði ársins.

Framkvæmdaráð - 305. fundur - 17.04.2015

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015, tillögur að Drottningarbrautarstíg og tillögur að breytingu á gatnalýsingu í göngugötu.
Einnig farið yfir rekstraráætlun ársins 2015, viðhald malbikaðra gatna, sorpmál, snjómokstur næstu skref og hreinsun gatna og stíga.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 108-2110 Sorpmál, að upphæð samtals 8,0 mkr. sbr. framlagða greinargerð um fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð, rekstur.
Viðaukinn er nauðsynlegur til að standa undir þeim áætlaða kostnaði sem hlýst af þeim breytingum sem gera á til að ná ásættanlegum árangri í eyðingu úrgangs frá sveitarfélaginu.

Bæjarráð - 3458. fundur - 07.05.2015

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 17. apríl 2015:

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015, tillögur að Drottningarbrautarstíg og tillögur að breytingu á gatnalýsingu í göngugötu.

Einnig farið yfir rekstraráætlun ársins 2015, viðhald malbikaðra gatna, sorpmál, snjómokstur næstu skref og hreinsun gatna og stíga.

Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 108-2110 Sorpmál, að upphæð samtals 8,0 mkr. sbr. framlagða greinargerð um fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð, rekstur.

Viðaukinn er nauðsynlegur til að standa undir þeim áætlaða kostnaði sem hlýst af þeim breytingum sem gera á til að ná ásættanlegum árangri í eyðingu úrgangs frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3374. fundur - 19.05.2015

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 7. maí 2015:
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 17. apríl 2015:
Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015, tillögur að Drottningarbrautarstíg og tillögur að breytingu á gatnalýsingu í göngugötu.
Einnig farið yfir rekstraráætlun ársins 2015, viðhald malbikaðra gatna, sorpmál, snjómokstur næstu skref og hreinsun gatna og stíga.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 108-2110 Sorpmál, að upphæð samtals 8,0 mkr. sbr. framlagða greinargerð um fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð, rekstur.
Viðaukinn er nauðsynlegur til að standa undir þeim áætlaða kostnaði sem hlýst af þeim breytingum sem gera á til að ná ásættanlegum árangri í eyðingu úrgangs frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð - 308. fundur - 22.05.2015

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015 (malbikun gatna og göngustígs á golfvelli).

Framkvæmdaráð - 309. fundur - 05.06.2015

Farið yfir uppfærða framkvæmdaáætlun ársins 2015.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða og endurskoðaða framkvæmdaáætlun. Frá framkvæmdum færast m.a. 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar. 30 milljónir færast einnig frá viðhaldi gatna yfir í liðinn snjómokstur og hálkuvarnir. Starfsmönnum falið að vinna að uppfærslu framkvæmdaáætlunar í samræmi við umræður á fundinum.

Framkvæmdaráð - 310. fundur - 12.06.2015

Farið yfir hönnun á Drottningarbrautarstíg og stöðuna á þeim framkvæmdum ásamt hreinsun gatna.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 111-5100 hreinsun gatna að upphæð samtals 9,5 mkr. Viðaukinn er nauðsynlegur til að hægt sé að sópa allan bæinn á viðunandi hátt.

Bæjarráð - 3463. fundur - 18.06.2015

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 12. júní 2015:
Farið yfir hönnun á Drottningarbrautarstíg og stöðuna á þeim framkvæmdum ásamt hreinsun gatna.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 111-5100 hreinsun gatna að upphæð samtals 9,5 mkr. Viðaukinn er nauðsynlegur til að hægt sé að sópa allan bæinn á viðunandi hátt.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Framkvæmdaráð - 311. fundur - 03.07.2015

Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hennar stað.
Farið yfir fjárhagsáætlun ársins, stöðu reksturs og framkvæmda.
Lagt fram til kynningar.

Framkvæmdaráð - 313. fundur - 21.08.2015

Farið yfir 6 mánaða stöðu aðalsjóðs og framkvæmdaáætlun ársins endurskoðuð.
Fjárhagsáætlun hefur að mestu leyti gengið eftir ef frá eru taldar brunavarnir. Bæjartæknifræðingi og slökkviliðsstjóra er falið að leita leiða til hagræðingar í rekstri.
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista vék af fundi kl. 10:10.

Framkvæmdaráð - 315. fundur - 18.09.2015

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins og hún endurskoðuð.

Framkvæmdaráð - 316. fundur - 23.09.2015

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins og hún endurskoðuð.
Ákvörðun frestað.

Framkvæmdaráð - 317. fundur - 16.10.2015

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015.
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir að farið verði í hljóðveggi við Borgarbraut við Vestursíðu 8B og Núpasíðu 2E.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Framkvæmdaráð - 318. fundur - 30.10.2015

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015 og stöðu á umhverfisverkefnum ársins.
Framkvæmdaráð ákveður að reglulega verði gerðar stöðuskýrslur um verkefni og skilamat við lúkningu.

Framkvæmdaráð - 319. fundur - 20.11.2015

Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna reksturs Slökkviliðs Akureyrar.
Einnig farið yfir kostnað og hönnunarferli við framkvæmd Drottningarbrautarstígs.
Ljóst er að áætlun um brunavarnir fer fram úr áætlun ársins 2015.
Framkvæmdaráð óskar því eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun, samtals 49,7 mkr. Umframkostnaður er vegna launa, um 60,2 mkr. sem kemur til meðal annars vegna starfsmats. Þjónustukaup eru um 14,5 mkr. Á móti kemur að tekjur verða 25,0 mkr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. nóvember sl. hluta af þessum viðauka.
Framkvæmdaráð vísar því sem eftir stendur til bæjaráðs.

Framkvæmdaráð - 321. fundur - 15.12.2015

Farið yfir stöðu eignasjóðs árið 2015 með tilliti til kaupa á bifreið fyrir heimaþjónustu.
Framkvæmdaráð heimilar kaup á bifreið fyrir heimaþjónustu. Mælst er til að keypt verði umhverfisvæn bifreið samkvæmt stefnu bæjarins.

Framkvæmdaráð - 326. fundur - 18.03.2016

Kynnt niðurstaða fjárhagsáætlunar ársins 2015.