Framkvæmdaráð

304. fundur 20. mars 2015 kl. 10:00 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Eiríkur Jónsson S-lista mætti í forföllum Helenu Þuríðar Karlsdóttur.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og rætt um stöðu snjómoksturs fyrstu 2 mánuði ársins.

2.SVA - sumarakstur árið 2015

Málsnúmer 2015030190Vakta málsnúmer

Stefán Baldurson framkvæmdastjóri SVA mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála vegna sumarafleysinga.

3.Breytingar á tilhögun beitilanda í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015020150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2015 frá Hólmgeiri Valdemarssyni f.h. Hestamannafélagsins Léttis um breytt fyrirkomulag á rekstri beitarhólfa. Erindinu var frestað á síðasta fundi.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu.

4.Úrgangsmál - starfshópur

Málsnúmer 2014110224Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu starfshóps um úrgangsmál og kynnt kostnaðaráætlun verksins.

Fundi slitið - kl. 11:50.