Umhverfisnefnd

98. fundur 18. nóvember 2014 kl. 14:00 - 16:18 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Ármann Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Ármann Sigurðsson D-lista mætti í forföllum Kristins Frimanns Árnasonar.

1.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Hildur Vésteinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun mætti á fundinn og skýrði stöðu málsins.

Umhverfisnefnd þakkar Hildi fyrir veittar upplýsingar um friðunarferlið. Nefndin felur Hildi að gera þær breytingar á 5. grein sem rætt var um á fundinum og kynna á ný.

Óskar Ingi Sigurðsson B-lista mætti til fundar kl. 14:15.

2.Úrgangsmál - staðan 2014

Málsnúmer 2014020035Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu málsins og næstu skref.

Umhverfisnefnd tilnefnir Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur S-lista, Óskar Inga Sigurðsson B-lista og Áshildi Hlín Valtýsdóttur Æ-lista í starfshóp sem vinna á tillögur að fyrirkomulagi um sorpmál. Umhverfisnefnd óskar eftir að framkvæmdaráð tilnefni fulltrúa sinn í starfshópinn.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Vinna við fjárhagsáætlun málaflokkanna 108 og 111 fyrir árið 2015 kynnt.

4.Fjölnota innkaupapokar

Málsnúmer 2014110004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tilboð sem barst í tölvupósti dagsettum 6. nóvember 2014 frá gjafafélaginu Valfoss í fjölnota innkaupapoka.

Umhverfisnefnd leggur til að stefnt verði að átaki og vitundarvakningu í fjölnota burðarpokum í stað plastpoka.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista vék af fundi kl. 15:50.

5.Við stólum á þig - kaup á innkaupatöskum úr bamboo, til styrktar fólki í hjólastólum

Málsnúmer 2014090196Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 15. september 2014 frá Pétri Sigurgunnarssyni þar sem hann býður Akureyrarbæ fjölnota innkaupapoka til styrktar verkefninu við stólum á þig.

Umhverfisnefnd getur ekki orðið við erindinu að sinni.

Fundi slitið - kl. 16:18.