Framkvæmdaráð

292. fundur 26. september 2014 kl. 08:17 - 12:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Þorvaldur Helgi Auðunsson slökkviliðsstjóri, Ólafur Stefánsson aðstoðarslökkviliðsstjóri og Stefán Baldursson framkvæmdastjóri Strætisvagna Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir Aðalsjóð þeirra deilda sem heyra undir framkvæmdaráð.

Tillaga að sorphirðuhjaldi er kr. 30.700.

Kynntar voru tillögur að rekstri Framkvæmdamiðstöðvar, Strætisvagna Akureyrar og Bifreiðastæðasjóðs og lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun næstu ára.

2.Vetrarþjónusta

Málsnúmer 2013120028Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dagsett 16. september 2014 um fyrirkomulag og útboð á snjómokstri.

Framkvæmdaráð er sammála um að útboð vegna sjómoksturs verði gert með tilliti til þeirra ábendinga sem fram hafa komið í minnisblöðum verkfræðistofunnar Mannvits.

Fyrirkomulag útboðsins byggi á tímagjaldi. Í útboðinu verði fyrirvari um breytingar vegna hugsanlegrar hverfaskiptingar.

Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskar eftir að bóka eftirfarandi:

Ég tel að vert sé að bærinn geri tilraun með hverfaskiptingu snjómoksturs í 1-2 hverfum, meta svo árangurinn og kostnaðinn og taka svo ákvörðun í framhaldinu.

Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista yfirgaf fundinn kl. 11:00.
Helena Þ. Karlsdóttir S-lista yfirgaf fundinn kl. 12:00.

Fundi slitið - kl. 12:35.