Framkvæmdaráð

309. fundur 05. júní 2015 kl. 09:55 - 12:03 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
Dagskrá

1.Götusópun

Málsnúmer 2015030266Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurorku dagsett 27. mars 2015 og varðar sópun gatna vorið 2015.
Framkvæmdaráð tekur undir þær áhyggur sem Norðurorka hefur af sandi sem berst í fráveitukerfi bæjarins og þeim kostnaði sem af því hlýst. Það er rétt að götusópun fór seint af stað í ár og hlýst af því kostnaður fyrir Norðurorku, sem áður féll á fráveitu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð ætlar að taka til endurskoðunar fyrirkomulag sem hefur verið á götusópun seinustu ár með þeirri von að Akureyrarbær geti byrjað götusópun fyrr og með þeirri aðgerð nýtt fé allra betur.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Farið yfir uppfærða framkvæmdaáætlun ársins 2015.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða og endurskoðaða framkvæmdaáætlun. Frá framkvæmdum færast m.a. 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar. 30 milljónir færast einnig frá viðhaldi gatna yfir í liðinn snjómokstur og hálkuvarnir. Starfsmönnum falið að vinna að uppfærslu framkvæmdaáætlunar í samræmi við umræður á fundinum.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um stuðning við gerð framtíðar tjaldsvæðis

Málsnúmer 2014070094Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Akureyrarbæjar og Bílaklúbbs Akureyrar um uppbyggingu, framkvæmd og rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðis á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn við Bílaklúbb Akureyrar í samræmi við bókun um 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar í lið 2 hér að framan og vísar honum til bæjarráðs.

4.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir framkvæmdaráð.
Afgreiðslu frestað og framkvæmdaráð leggur til að gerð verði sérstök samþykkt fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.

5.Slökkviliðið - starfsmannamál

Málsnúmer 2015060042Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fóru yfir stöðu mála.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Fundi slitið - kl. 12:03.