Framkvæmdaráð

303. fundur 06. mars 2015 kl. 08:45 - 11:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur ritaði fundargerð
Dagskrá
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hans stað.

Farið var kl. 08:45 í skoðunarferð á Framkvæmdamiðstöð og til Strætisvagna Akureyrar og komið til baka í Ráðhúsið kl. 10:15 og gengið til formlegrar dagskrár.

1.Beitilönd í eigu Akureyrarbæjar - tilhögun rekstrar

Málsnúmer 2015020150Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 17. febrúar 2015 frá Hólmgeiri Valdemarssyni f.h. Hestamannafélagsins Léttis um breytt fyrirkomulag á rekstri beitarhólfa í eigu bæjarins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur framkvæmdadeildar að tækjakaupum fyrir Framkvæmdamiðstöð árið 2015.
Farið var yfir framlagðar tillögur framkvæmdadeildar og þær samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Stjórnunar- og rekstrarúttekt á starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar og mótun úrbótaáætlunar

Málsnúmer 2014110035Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent.
Arnar Jónsson ráðgjafi frá Capacent tók þátt í fundinum í gegnum síma.

Fundi slitið - kl. 11:45.