Framkvæmdaráð

311. fundur 03. júlí 2015 kl. 08:15 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hennar stað.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun ársins, stöðu reksturs og framkvæmda.
Lagt fram til kynningar.

2.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2018 - útboð

Málsnúmer 2014090240Vakta málsnúmer

Farið yfir ný útboðsgögn vegna snjómoksturs og hálkuvarna 2015-2018.
Lagt fram til kynningar.

3.Útboð framkvæmdadeildar árið 2015

Málsnúmer 2015020018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir opnun tilboða, Borgarbraut-Bugðusíða, hringtorg, opnað 29 júní s.l. og Naustahverfi VI-Hagar-eftirlit, opnað 26 júní s.l.og kynnt verðkönnun, Græn svæði júní 2015, opnað 22 júní s.l.,
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur í tvö af verkunum sem eru: Mannvit hf í verkið Naustahverfi VI Hagar-eftirlit kr. 5.700.000 og við Finn ehf í verkið Verðkönnun græn svæði 2015 kr. 7.952.960.
Framkvæmdaráð frestar ákvörðun á verkinu Borgarbraut-Bugðusíða, hringtorg og felur formanni og bæjartæknifræðingi að ræða við skipulagsdeild og hverfisnefndir Síðuhverfis og Giljahverfis s.b.r umræður á fundinum.

4.SVA sumarakstur árið 2015

Málsnúmer 2015030190Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála vegna sumaraksturs hjá SVA
Eins og fram hefur komið verður engin röskun á akstri strætisvagna Akureyrar í sumar. Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju sinni með að tekist hafi að leysa akstur í sumar þannig að ekki þurfi að koma til lokunar og þakkar starfsfólki strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrar sérstaklega fyrir þeirra framlag til lausnar málsins.

5.Bílastæði - sérmerking fyrir bíla á innlendu eldsneyti

Málsnúmer 2015060174Vakta málsnúmer

Erindi frá Guðmundi Hauki Sigurðsyni, f.h. Vistorku, ódagsett, um merkingu á bílastæðum í og við miðbæ Akureyrar.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en leggur áherslu á að tími gildi í klukkustæðum og að ekki verði settar upp hleðslustöðvar í göngugötu vegna plássleysis.

6.Önnur mál

Málsnúmer 2015010067Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista telur mikla þörf á að slá hundasvæðið á Borgum sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 10:40.