Bæjarstjórn

3374. fundur 19. maí 2015 kl. 16:00 - 19:56 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Landvernd - krafa um nýtt umhverfismat vegna raflína að Bakka

Málsnúmer 2015050021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að bókun Akureyrarkaupstaðar svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar gerir alvarlega athugasemd við kröfu Landverndar um nýtt umhverfismat fyrir fyrirhugaðar línulagnir Landsnets frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka, sem send hefur verið til Skipulagsstofnunar. Það er í raun alvarlegt að þessi krafa skuli fyrst koma fram núna þegar hyllir loks undir að framkvæmdir hefjist við fyrsta áfanga kísilmálmverksmiðju PCC, en það hefur verið langur aðdragandi að þeirri framkvæmd. Fyrirliggjandi umhverfismat frá árinu 2010 miðast við mun stærri framkvæmd en nú er stefnt að í fyrsta áfanga. Talið er ákjósanlegt að byggja iðnaðarsvæðið upp í áföngum. Áætlanir Norðurþings, Landsnets og Landsvirkjunar miða að áframhaldandi uppbyggingu á Bakka á komandi árum. Það er í samræmi við þá orkuþörf sem fjallað var um í gildandi umhverfismati. Öll uppbygging innviða á svæðinu tekur mið af þeim áætlunum. Hafa ber einnig í huga að uppbygging raflínunnar er mikilvægur liður í að styrkja flutningskerfi raforku á Norðausturlandi. Krafa Landverndar um nýtt umhverfismat er því til þess fallin að valda samfélaginu í Norðurþingi og nágrannabyggðum skaða.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar leggst alfarið gegn því að fyrirhuguð uppbygging háspennulínanna verði sett í nýtt umhverfismat.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 10 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 7. maí 2015:
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 17. apríl 2015:
Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015, tillögur að Drottningarbrautarstíg og tillögur að breytingu á gatnalýsingu í göngugötu.
Einnig farið yfir rekstraráætlun ársins 2015, viðhald malbikaðra gatna, sorpmál, snjómokstur næstu skref og hreinsun gatna og stíga.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 108-2110 Sorpmál, að upphæð samtals 8,0 mkr. sbr. framlagða greinargerð um fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð, rekstur.
Viðaukinn er nauðsynlegur til að standa undir þeim áætlaða kostnaði sem hlýst af þeim breytingum sem gera á til að ná ásættanlegum árangri í eyðingu úrgangs frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2015 - skipulagsnefnd

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða skipulagsnefndar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.
Almennar umræður.
Þegar hér var komið óskaði Logi Már Einarsson S-lista eftir að fá að víkja af fundi og að Bjarki Ármann Oddsson varabæjarfulltrúi S-lista tæki sæti í hans stað og var það samþykkt samhljóða.

4.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2015 - skólanefnd

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða skólanefndar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Bjarki Ármann Oddsson formaður skólanefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.
Almennar umræður.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 30. apríl og 7. maí 2015
Bæjarráð 7. maí 2015
Framkvæmdaráð 8. maí 2015
Íþróttaráð 7. maí 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 30. apríl 2015
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 4. maí 2015
Skipulagsnefnd 13. maí 2015
Skólanefnd 4. maí 2015
Stjórn Akureyrarstofu 30. apríl og 6. maí 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 8. maí 2015
Umhverfisnefnd 12. maí 2015
Velferðarráð 6. maí 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:56.