Framkvæmdaráð

305. fundur 17. apríl 2015 kl. 10:00 - 12:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hans stað.

1.Stjórnunar- og rekstrarúttekt á starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar og mótun úrbótaáætlunar

Málsnúmer 2014110035Vakta málsnúmer

Lagðar fram og farið yfir tillögur Arnars Jónssonar ráðgjafa hjá Capacent.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 10:55.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015, tillögur að Drottningarbrautarstíg og tillögur að breytingu á gatnalýsingu í göngugötu.
Einnig farið yfir rekstraráætlun ársins 2015, viðhald malbikaðra gatna, sorpmál, snjómokstur næstu skref og hreinsun gatna og stíga.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 108-2110 Sorpmál, að upphæð samtals 8,0 mkr. sbr. framlagða greinargerð um fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð, rekstur.
Viðaukinn er nauðsynlegur til að standa undir þeim áætlaða kostnaði sem hlýst af þeim breytingum sem gera á til að ná ásættanlegum árangri í eyðingu úrgangs frá sveitarfélaginu.

3.Útboð framkvæmdadeildar árið 2015

Málsnúmer 2015020018Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir stöðu mála vegna útboðsverka á árinu:
Smáverk - útboð árið 2015
Snjómokstur - útboð 2015
Hreinsun gatna - útboð 2015.

4.SVA - sumarakstur árið 2015

Málsnúmer 2015030190Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála vegna sumaraksturs hjá SVA.
Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar harmar að ekki hefur tekist að manna sumarafleysingastörf hjá Strætisvögnum Akureyrar. Allt útlit er því fyrir að um engar sumarafleysingar hjá SVA verði að ræða og akstur vagnanna falli niður frá 15. júlí til 15. ágúst 2015.
Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi og forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar að vinna áfram að málinu og leggur áherslu á að tryggja rekstur ferliþjónustu og aðkomu Strætisvagna Akureyrar að skipulagi Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Akureyri í sumar.

Fundi slitið - kl. 12:00.