Önnur mál

Málsnúmer 2012010085

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3303. fundur - 12.01.2012

a) Bann við svartfuglsveiðum
Bæjarráð tekur undir mótmæli hverfisráðs Grímseyjar frá fundi 10. janúar 2012 um fyrirhugað bann við svartfuglsveiðum næstu 5 árin og skorar á umhverfisráðherra að taka tillit til sérstöðu Grímseyjar.

b) Auknar álögur á innanlandsflugið
Bæjarráð Akureyrar mótmælir frekari álögum ríkisins á innanlandsflugið.
Bæjarráð telur að hér sé um hreinan landsbyggðarskatt að ræða og skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa ákvörðun.

c) Vaðlaheiðargöng
Rætt um stöðuna varðandi framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng.

Bæjarráð - 3304. fundur - 19.01.2012

a) Ólafur Jónsson D-lista óskar eftir því við formann bæjarráðs að fulltrúar Fallorku ehf komi á fund bæjarráðs við fyrstu hentugleika og fari yfir stöðu mála varðandi virkjun í efri hluta Glerár.

b) Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þá viðurkenningu sem vefur Akureyrarbæjar hlaut í gær sem besti sveitarstjórnarvefurinn og þakkar þeim aðilum sem komu að uppsetningu og hönnun hans fyrir vel unnin störf.

Bæjarráð - 3308. fundur - 09.02.2012

Samgöngur við flugvöllinn
Edward H. Huijbens V-lista lagði til að Strætisvögnum Akureyrar verði gert að setja Akureyrarflugvöll inn í sitt leiðakerfi, koma þar upp stoppistöð og koma þar fyrir viðeigandi upplýsingum um þær ferðir sem í boði verða.

Bæjarráð vísar tillögunni til framkvæmdaráðs.

Bæjarráð - 3310. fundur - 01.03.2012

Formaður bæjarráðs upplýsti um fund með fulltrúum sveitarfélaga á Norðausturlandi varðandi hugsanlega uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum.

Bæjarráð - 3311. fundur - 08.03.2012

a) Rætt um málefni Leikfélags Akureyrar.

Þegar hér var komið vék Halla Björk Reynisdóttir L-lista af fundi kl. 11:05.

b) Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskaði bókað:
Í ljósi árlegrar umræðu um kröfur Knattspyrnusambands Íslands vegna knattspyrnuleikvanga og um þann kostnað sem fellur að óbreyttu á sveitarfélög vegna þeirra krafna, vil ég hér með skora á bæjarstjóra að taka málið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3313. fundur - 22.03.2012

Ólafur Jónsson D-lista spurðist fyrir um afgreiðslu stjórnar EBÍ á erindi bæjarráðs Akureyrar um að kannaður verði möguleiki á að flytja starfsemi EBÍ til Akureyrar.
Bæjarstjóri mun fylgja erindinu eftir.

Bæjarráð - 3314. fundur - 29.03.2012

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 11:27.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi kl. 11:32.
Gjöf frá Íslandsbanka.
Íslandsbanki hefur gefið sveitarfélaginu málverkið Álfkonan eftir Eirík Smith.
Akureyrarkaupstaður þakkar kærlega fyrir gjöfina.

Bæjarráð - 3315. fundur - 12.04.2012

Sigurður Guðmundsson A-lista greindi frá mikilvægi þess að bæjarstjórn geri fyrirvara við fyrirliggjandi línuleið Blöndulínu 3 varðandi útlit.
Málið verður á dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.

Bæjarráð - 3316. fundur - 18.04.2012

Umræða fór fram um Grímsstaði á Fjöllum.

Bæjarráð - 3322. fundur - 07.06.2012

Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi D-lista óskaði eftir umræðu um stöðu mála varðandi fiskveiðistjórnunar- og veiðigjalds frumvörpin og afleiðingar þess fyrir atvinnulífið í bæjarfélaginu.

Bæjarráð - 3324. fundur - 28.06.2012

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskar bókað:
Á fundi sínum þann 4. janúar 2012 bókaði Samfélags- og mannréttindaráð eftirfarandi : "Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að kannað verði hvort mögulegt sé að ráða verkefnastjóra í sex mánuði til að vera nefndum og deildum bæjarins innan handar við kynjasamþættingu og afnám staðalímynda. Vilji ráðsins er að Akureyrarbær verði áfram í forystu í jafnréttismálum".
Ég óska eftir upplýsingum um niðurstöðu málsins.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til samfélags- og mannréttindaráðs.

Bæjarráð - 3325. fundur - 05.07.2012

Sigurður Guðmundsson A-lista óskaði eftir umræðu um svæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem ekki hefur verið fylgt deiliskipulagi.

Bæjarráð - 3326. fundur - 19.07.2012

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram fyrirspurn um hver staðan væri í vinnu við endurskoðun á uppbyggingarsamningi við KA og hvenær áætlað væri að hefja vinnu við gervigrasvöll á íþróttasvæði KA.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til íþróttaráðs.

Bæjarráð - 3328. fundur - 16.08.2012

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskar eftirfarandi bókað:

Vinstri hreyfingin grænt framboð harmar þann ófögnuð sem íbúum Akureyrar var boðið upp á miðvikudaginn 15. ágúst þegar herþotur flugu lágflug yfir bæinn sem orsakaði mikið ónæði. Við mótmælum því að flugvöllurinn í bæjarlandinu sé notaður fyrir hernaðarbrölt og minnum á að markmið æfinganna er að þjálfa flugmenn til hernaðaríhlutunar og jafnvel manndrápa í öðrum löndum.

Bæjarráð - 3330. fundur - 06.09.2012

Þór/KA Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna 2012.
Titillinn er sá fyrsti sem félagið vinnur í kvennaknattspyrnu í meistaraflokki og kemur hann á sjálfu 150. afmælisári Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð óskar leikmönnum og forráðamönnum liðsins innilega til hamingju með árangurinn.

Bæjarráð - 3332. fundur - 20.09.2012

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri viku af fundi kl. 11:55.
Oddur Helgi Halldórsson L-lista fór yfir stöðu mála varðandi Grímsstaði á Fjöllum.
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 12:08.

Bæjarráð - 3334. fundur - 04.10.2012

a) Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskaði eftirfarandi bókað:
Í framhaldi af umræðum, á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, um tengsl fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga og fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um atvinnuleysisbætur, þar sem gert er ráð fyrir að hámarkslengd atvinnuleysisbóta verði færð niður í þrjú ár, óska ég eftir að gerð verði úttekt á hvaða áhrif fyrirhuguð breyting kemur til með að hafa á fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar.
Bæjarstjóri upplýsti að verið væri að vinna að málinu.

b) Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Bæjarráð - 3342. fundur - 22.11.2012

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Legg til að bæjaryfirvöld á Akureyri setji í forgang snjómokstur fyrir gangandi vegfarendur. Þá eru bæjaryfirvöld einnig hvött til þess að gera þjónustustig og forgangsröðun í snjómokstri aðgengilega bæjarbúum á vefsíðu bæjarins.
Bæjarfulltrúar L-listans óska bókað:

Á heimasíðu Akureyrarbæjar eru upplýsingar um snjómokstur og hálkuvarnir. Sem við hvetjum bæjarfulltrúa til að kynna sér

Þar segir m.a.

Snjómokstur gönguleiða: Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að skólum, leikskólum og helstu stofnunum bæjarins.

Snjómokstur og hálkuvarnir gatna: Þær götur sem njóta forgangs í snjómokstri eru stofnbrautir, helstu tengibrautir m.a. að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi, lögreglu, slökkviliði, strætisvagnaleiðum og fjölförnum safngötum.

Á heimasíðunni er kort af bænum þar sem fólk getur séð forgangsröðun snjómoksturs á akstursleiðum

Verið er að útbúa samsvarandi kort fyrir gönguleiðir og verður það sett inn á heimasíðuna þegar það er tilbúið.

Þannig að megin göngluleiðir, að skólum og að miðbæ ættu nú þegar að vera í forgangi.

Ekki má gleymast að við verðum að halda uppi ákveðinni forgangsröð vegna öryggis ogalmenningssamgangna.

Bæjarráð vísar málinu til framkvæmdardeildar.

Bæjarráð - 3345. fundur - 20.12.2012

Rætt um skipulag Eyþings.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi kl. 11:04.