Bæjarráð

3324. fundur 28. júní 2012 kl. 09:00 - 10:22 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðalmanns, varaformanns og varamanns í skipulagsnefnd.
Árni Páll Jóhannsson tekur sæti aðalmanns og varaformanns í stað Haraldar Sveinbjörns Helgasonar. Brynjar Davíðsson tekur sæti varamanns í stað Árna Páls Jóhannssonar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga - 2012

Málsnúmer 2012050170Vakta málsnúmer

Kynnt að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verðu haldin í salnum Silfurbergi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 27. september nk og stendur til hádegis föstudaginn 28. september.

3.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 230. og 231. fundar stjórnar Eyþings dags. 23. maí og 6. júní 2012.

4.Myndlistaskólinn á Akureyri - ársreikningar 2011

Málsnúmer 2011100107Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar ársreikningur Myndlistaskólans á Akureyri og ársreikningur Myndlistaskólans á Akureyri fyrir sérnám.

5.Eyðibýli-áhugamannafélag - styrkbeiðni vegna verkefnis

Málsnúmer 2012060173Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. júní 2012 frá Eyðibýli-áhugamannafélagi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 við verkefnið Eyðibýli á Íslandi.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Félag heyrnarlausra - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2012060193Vakta málsnúmer

Erindi frá félagi heyrnarlausra dags. 6. júní 2012 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 vegna auglýsingarherferðarinnar: Við styðjum textun á öllu íslensku sjónvarpsefni.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2012

Málsnúmer 2012060156Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. júní 2012 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem fram kemur að nefndin hyggist breyta áherslum sínum við fjárlagagerðina. Fjárlaganefnd óskar eftir viðbrögðum sveitarfélaga fyrir 1. ágúst nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

8.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Lagt fram erindi dags. 6. júní 2012 frá Bjarna Kristjánssyni f.h. samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, sem sent var þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og varðar breytingu á gr. 5.1 í kafla 5. Landbúnaður og nýjan efniskafla í lýsingu um sorpmál. Kaflinn er nr. 6.5 og ber yfirskriftina "Meðferð úrgangs".
Skiplagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar breytingar á skipulagslýsingunni og leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til kynningar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

9.Innritun í leikskóla 2012

Málsnúmer 2012010078Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 25. júní 2012:
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikaskóla 2012 eins og hún liggur fyrir nú í lok júní.
Búið er að innrita 292 börn af árgangi 2010 í leikskólana. Í dag eru skráð 328 börn með lögheimili á Akureyri, voru 316 í janúar 2012. Skráðum börnum á leikskólaaldri hefur fjölgað úr 1132 í janúar 2012 í 1141 nú í júní.
Alls eru 14 börn nú á biðlista, tveggja ára og eldri, sem bíða eftir svari um leikskólapláss. Gera má ráð fyrir að bæta þurfi við 1,0 stöðugildi til að hægt verði að anna þeirri eftirspurn. Kostnaðurinn nemur um 1.5 millj. frá 1. sept. til loka ársins eða um 4,5 millj. á ársgrundvelli. Ennþá eru að berast umsóknir um leikskólapláss svo hugsanlega má búast við að fleiri börn bætist í hópinn þegar fram líða stundir.
Óskað er eftir heimild til að ráða í 1,0 stöðugildi til að anna eftirspurn eftir leikskólaplássum fyrir tveggja ára og eldri.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá aukafjárveitingu að upphæð 1,5 millj. til að ráða í viðbótastöðu starfsmanns í leikskóla.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 1,5 milljón kr. til að ráða í viðbótastöðu starfsmanns í leikskóla.

10.Sérkennsla í leikskólum 2012

Málsnúmer 2012060176Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 25. júní 2012:
Lagt fram minnisblað ódagsett frá Hrafnhildi G. Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir aukningu um 1,5 stöðugildi vegna sérkennslu leikskólabarna á árinu 2012. Áætlaður kostnaður er 7,2 millj.
Meginástæða þess að fjölga þarf stöðugildum á yfirstandandi ári er að tvö börn hafa flutt í bæinn nú í vor sem þurfa mikla sérkennslu og tvö börn til viðbótar hafa þurft sérkennslu vegna alvarlegra veikinda. Að auki eru tvö ung börn að byrja í leikskóla með greiningu sem kallar á mikla sérkennslu. Einnig hefur verið óskað eftir þjónustu fyrir eitt fjölfatlað barn.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá aukafjárveitingu að upphæð 7,2 millj. til að ráða í viðbótastöðu vegna fjölgunar barna með fötlunargreiningu í leikskólum.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 7,2 milljónir kr. til að ráða í viðbótastöðu vegna fjölgunar barna með fötlunargreiningu í leikskólum.

11.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskar bókað:
Á fundi sínum þann 4. janúar 2012 bókaði Samfélags- og mannréttindaráð eftirfarandi : "Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að kannað verði hvort mögulegt sé að ráða verkefnastjóra í sex mánuði til að vera nefndum og deildum bæjarins innan handar við kynjasamþættingu og afnám staðalímynda. Vilji ráðsins er að Akureyrarbær verði áfram í forystu í jafnréttismálum".
Ég óska eftir upplýsingum um niðurstöðu málsins.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til samfélags- og mannréttindaráðs.

Fundi slitið - kl. 10:22.