Bæjarráð

3313. fundur 22. mars 2012 kl. 09:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Ólafur Jónsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn 2012

Málsnúmer 2012020046Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda eftir fyrstu mánuði ársins 2012.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. mars 2012. Fundargerðin er 3 liðum.

Bæjarráð vísar fundargerðinni til framkvæmdadeildar.

3.Smábátahöfnin í Sandgerðisbót - aðstaða og gjöld

Málsnúmer 2012030141Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. mars 2012 frá 72 eigendum skemmtibáta í Sandgerðisbót þar sem óskað er eftir því að bæjarráð feli fulltrúum sínum í Hafnasamlagi Norðurlands og þeim sem málið varða að vinna að leiðréttingu og úrbótum vegna gjalda og aðstöðu í smábátahöfninni í Sandgerðisbót.

Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Hafnasamlags Norðurlands.

4.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Ólafur Jónsson D-lista spurðist fyrir um afgreiðslu stjórnar EBÍ á erindi bæjarráðs Akureyrar um að kannaður verði möguleiki á að flytja starfsemi EBÍ til Akureyrar.
Bæjarstjóri mun fylgja erindinu eftir.

Fundi slitið - kl. 10:55.