Bæjarráð

3316. fundur 18. apríl 2012 kl. 16:00 - 17:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Miðbær austurhluti - deiliskipulag

Málsnúmer 2006020089Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram þann 29. janúar 2010 tillögu ásamt greinargerð að deiliskipulagi austurhluta miðbæjar og endurbætta tillögu að umhverfismati áætlunarinnar. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 5. febrúar - 31. mars 2010 en tillagan hefur ekki verið samþykkt af bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd hefur ákveðið að endurskoða þær tillögur og hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags af miðbæjarsvæðinu.
Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sigurð Guðmundsson í vinnuhóp um deiliskipulagsgerðina.
Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir við bæjarráð að það tilnefni tvo fulltrúa úr ráðinu til setu í vinnuhópnum.

Bæjarráð tilnefnir Odd Helga Halldórsson og Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur í vinnuhóp um deiliskipulagsgerðina.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. apríl 2012. Fundargerðin er í einum lið.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til skipulagsdeildar.

3.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2012

Málsnúmer 2012040059Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. apríl 2012 frá Erlu Björgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 25. apríl nk. kl. 14:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.

Bæjarráð felur Dagnýju Magneu Harðardóttur skrifstofustjóra Ráðhúss að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.

4.Fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga - reglugerð

Málsnúmer 2012040068Vakta málsnúmer

Undanfarna mánuði hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytis unnið saman að gerð reglugerðar um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og fjárhagsleg viðmið á grundvelli sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Drög að reglugerð eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 23. apríl 2012. Sveitarfélög eru hvött til að senda ráðuneytinu umsögn um drögin og er einnig mælst til þess að afrit af umsögnum verði send Sambandinu til upplýsingar.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi 1. maí 2012.
Lagt fram minnisblað dags. 18. apríl 2012 frá fjármálastjóra.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að semja drög að umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs.

5.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2011

Málsnúmer 2011110164Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 17. apríl 2012:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

6.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Umræða fór fram um Grímsstaði á Fjöllum.

Fundi slitið - kl. 17:00.