Bæjarráð

3345. fundur 20. desember 2012 kl. 09:00 - 11:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Edward Hákon Huijbens
 • Sigurður Guðmundsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.

Á fundi bæjarstjórnar 18. desember 2012 var gerð eftirfarandi bókun:
Lögð fram tillaga frá A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista um breytingu á skipan aðalmanns og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði svohljóðandi:
Sigurður Guðmundsson tekur sæti aðalmanns í stað Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Sigurðar Guðmundssonar.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisárs mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðuna á uppgjöri afmælisársins.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með störf afmælisnefndar og heimilar henni að færa allt að 3,5 millj. kr. vegna margmiðlunarsýningar til ársins 2013.

2.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 46. fundargerð hverfisnefndar Oddeyrar dags. 29. nóvember 2012.

3.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar stjórnar Eyþings dags. 21. nóvember 2012.

4.Skíðasamband Íslands - samningur 2012

Málsnúmer 2012100006Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 4. október 2012:
Drög að nýjum samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Skíðasambands Íslands lagður fyrir íþróttaráð.
Íþróttaráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

5.Álagning gjalda árið 2013 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2012121165Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2013.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2012121168Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Rætt um skipulag Eyþings.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi kl. 11:04.
Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkaði samstarfið á árinu.

Fundi slitið - kl. 11:20.