Bæjarráð

3326. fundur 19. júlí 2012 kl. 09:00 - 10:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarkaupstaður 150 ára

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisársins kom á fund bæjarráðs og kynnti Afmælisvöku 24. ágúst til 2. september og fleira tengt 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.

2.Vinnumálastofnun Norðurlands eystra - atvinnuleysistölur

Málsnúmer 2012070074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um stöðu á vinnumarkaði í júní útgefið af Vinnumálastofnun 13. júlí 2012. Þar kemur meðal annars fram að atvinnuleysi í júní á Norðurlandi eystra var 2,9% en var 4,4% í júní 2011.

Bæjarráð fagnar þeim árangri sem náðs hefur í baráttunni við atvinnuleysið.

3.Bankaútboð -2012

Málsnúmer 2012050087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Valdísi B. Jónsdóttur verkefnastjóra innkaupamála dags. 6. júlí 2012 um útboð á bankaþjónustu við Akureyrarbæ. Á minnisblaðinu kemur fram að ákveðið hafi verið að semja við Íslandsbanka á grundvelli tilboðs hans.

4.Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2012

Málsnúmer 2012050150Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. júlí 2012 frá Vinum Akureyrar þar sem óskað er eftir að skemmtistaðir megi vera opnir um Verslunarmannahelgina til kl. 02:00 aðfararnótt föstudags og til kl. 05:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags og mánudags.

Með vísan 25. gr. í lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfararnótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00 og aðfararnótt mánudags til kl. 04:00. Bæjarráð telur ekki rök fyrir að auka opnunartíma aðfararnótt mánudags frekar en heimilt er í lögreglusamþykktinni á almennum frídögum. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni Vina Akureyrar um að aðfararnótt föstudags verði opið til kl. 02:00.

5.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram fyrirspurn um hver staðan væri í vinnu við endurskoðun á uppbyggingarsamningi við KA og hvenær áætlað væri að hefja vinnu við gervigrasvöll á íþróttasvæði KA.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til íþróttaráðs.

Fundi slitið - kl. 10:42.