Bæjarráð

3342. fundur 22. nóvember 2012 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar 2012

Málsnúmer 2012110101Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

2.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.

Bæjarráð vísar siðareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. nóvember 2012. Fundargerðin er í 6 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a), 4. lið a) og 5. lið til framkvæmdadeildar, 1. lið b)  til íþróttaráðs, 2. lið til Akureyrarstofu, 3. lið og 4. lið b) til skipulagsdeildar og 6. lið til samfélags- og mannréttindaráðs.

4.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 63. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 25. október 2012.

5.Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi - styrkbeiðni

Málsnúmer 2012110102Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14. nóvember 2012 frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi þar sem óskað er eftir 1.500.000 kr. styrk vegna rekstrarkostnaðar.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000, sem færast af styrkveitingum bæjarráðs.

6.Lóðir á Oddeyrartanga boðnar til kaups

Málsnúmer 2012110048Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. nóvember 2012 þar sem þrjár lóðir á Oddeyrartanga eru boðnar til kaups.

Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að ræða við bréfritara.

7.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. nóvember 2012:
Erindi dags. 5. júlí 2012 frá Birgi Guðmundssyni svæðisstjóra Norðaustursvæðis Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir athugasemdum við að Vegagerðin hætti þjónustu við hluta Borgarbrautar, Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar, hluta Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu.
Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar að hluti Borgarbrautar, Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar og hluti Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu skuli ekki falla undir skilgreinda þjóðvegi og í framhaldi af þeirri ákvörðun muni Vegagerðin hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á fyrrnefndum vegum frá og með 1. janúar nk.

8.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2013

Málsnúmer 2012110082Vakta málsnúmer

Lögð fram 147. fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra ásamt fjárhagsáætlun ársins 2013 og áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga 2013.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

9.Önnur mál

Málsnúmer 2012010085Vakta málsnúmer

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Legg til að bæjaryfirvöld á Akureyri setji í forgang snjómokstur fyrir gangandi vegfarendur. Þá eru bæjaryfirvöld einnig hvött til þess að gera þjónustustig og forgangsröðun í snjómokstri aðgengilega bæjarbúum á vefsíðu bæjarins.
Bæjarfulltrúar L-listans óska bókað:

Á heimasíðu Akureyrarbæjar eru upplýsingar um snjómokstur og hálkuvarnir. Sem við hvetjum bæjarfulltrúa til að kynna sér

Þar segir m.a.

Snjómokstur gönguleiða: Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að skólum, leikskólum og helstu stofnunum bæjarins.

Snjómokstur og hálkuvarnir gatna: Þær götur sem njóta forgangs í snjómokstri eru stofnbrautir, helstu tengibrautir m.a. að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi, lögreglu, slökkviliði, strætisvagnaleiðum og fjölförnum safngötum.

Á heimasíðunni er kort af bænum þar sem fólk getur séð forgangsröðun snjómoksturs á akstursleiðum

Verið er að útbúa samsvarandi kort fyrir gönguleiðir og verður það sett inn á heimasíðuna þegar það er tilbúið.

Þannig að megin göngluleiðir, að skólum og að miðbæ ættu nú þegar að vera í forgangi.

Ekki má gleymast að við verðum að halda uppi ákveðinni forgangsröð vegna öryggis ogalmenningssamgangna.

Bæjarráð vísar málinu til framkvæmdardeildar.

Fundi slitið - kl. 11:00.