Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017

Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd - 5. fundur - 25.08.2010

Á fundi sínum 27. apríl 2010 samþykkti bæjarstjórn að vísa drögum að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ til umræðu og afgreiðslu hjá nýrri bæjarstjórn.

Afgreiðslu frestað.

Stjórnsýslunefnd - 6. fundur - 29.09.2010

Aftur tekin til umræðu drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa en afgreiðslu þeirra var frestað á síðasta fundi.

Stjórnsýslunefnd óskar eftir að fastanefndir taki drögin til umræðu og skili athugasemdum til nefndarinnar fyrir 15. nóvember nk.

Bæjarráð - 3241. fundur - 07.10.2010

3. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 29. september 2010:
Aftur tekin til umræðu drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa en afgreiðslu þeirra var frestað á síðasta fundi.
Stjórnsýslunefnd óskar eftir að fastanefndir taki drögin til umræðu og skili athugasemdum til nefndarinnar fyrir 15. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Stjórn Akureyrarstofu - 81. fundur - 07.10.2010

Stjórnsýslunefnd hefur óskað eftir því að fastanefndir hjá Akureyrarbæ taki til skoðunar drög að Siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og skili athugasemdur fyrir 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

 

Íþróttaráð - 79. fundur - 14.10.2010

Lögð fram drög, að beiðni stjórnsýslunefndar, um siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Stjórnsýslunefnd óskar eftir því við íþróttaráð að ráðið taki siðareglurnar til umræðu og skili inn athugasemdum ef einhverjar eru.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfisnefnd - 52. fundur - 21.10.2010

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa teknar til afgreiðslu.

Umhverfisnefnd samþykkir siðareglur kjörinna fulltrúa fyrir sitt leyti.

Kjarasamninganefnd - 8. fundur - 25.10.2010

Lögð fram til umfjöllunar drög stjórnsýslunefndar að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akureyrarbæ. Athugasemdir óskast sendar stjórnsýslunefnd fyrir 15. nóvember nk.

Kjarasamninganefnd felur starfsmannastjóra að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri við stjórnsýslunefnd en samþykkir að öðru leyti framkomna tillögu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 75. fundur - 27.10.2010

Stjórnsýslunefnd hefur óskað eftir því að fastanefndir hjá Akureyrarbæ taki til skoðunar drög að Siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og skili athugasemdum fyrir 15. nóvember nk.

Samfélags- og mannréttindaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

Félagsmálaráð - 1112. fundur - 10.11.2010

Tekin fyrir drög stjórnsýslunefndar að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akureyrarbæ. Óskað er eftir að umsagnir um drögin berist stjórnsýslunefnd fyrir 15. nóvember nk.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjóra búsetudeildar að koma athugasemdum félagsmálaráðs til stjórnsýslunefndar.

Íþróttaráð - 82. fundur - 11.11.2010

Lögð fram að beiðni stjórnsýslunefndar drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Stjórnsýslunefnd óskar eftir því við íþróttaráð að ráðið taki siðareglurnar til umræðu og skili inn athugasemdum ef einhverjar eru.

Íþróttaráð samþykkir siðareglurnar fyrir sitt leyti og óskar eftir að eftirfarandi setningu verði bætt við 3. lið reglnanna: "Bæjarfulltrúar skulu gæta þess að framkoma þeirra og athafnir samrýmist starfi þeirra og þeir forðist að aðhafast nokkuð sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis."

Stjórnsýslunefnd - 9. fundur - 15.12.2010

Stjórnsýslunefnd óskaði eftir því við fastanefndir bæjarins að þær tækju drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa til umræðu á fundum. Borist hafa athugasemdir um drögin frá íþróttaráði, skipulagsnefnd og félagsmálaráði auk þess sem kjarasamninganefnd og nýstofnað ungmennaráð sendu athugasemdir. Bæjarráð, samfélags- og mannréttindaráð og umhverfisráð samþykktu drögin fyrir sitt leyti.

Stjórnsýslunefnd vísar siðareglunum til bæjarstjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 86. fundur - 15.12.2010

Drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa teknar fyrir að nýju.

Stjórnin gerir ekki athugasemdir við drögin.

Bæjarstjórn - 3295. fundur - 21.12.2010

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 15. desember 2010:
Stjórnsýslunefnd óskaði eftir því við fastanefndir bæjarins að þær tækju drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa til umræðu á fundum. Borist hafa athugasemdir um drögin frá íþróttaráði, skipulagsnefnd og félagsmálaráði auk þess sem kjarasamninganefnd og nýstofnað ungmennaráð sendu athugasemdir. Bæjarráð, samfélags- og mannréttindaráð og umhverfisráð samþykktu drögin fyrir sitt leyti.
Stjórnsýslunefnd vísar siðareglunum til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar Siðareglur kjörinna fulltrúa  í Akureyrarkaupstað með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3342. fundur - 22.11.2012

Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.

Bæjarráð vísar siðareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3331. fundur - 04.12.2012

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 22. nóvember 2012:
Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.
Bæjarráð vísar siðareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3332. fundur - 18.12.2012

1. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 4. desember 2012:
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 22. nóvember 2012:
Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.
Bæjarráð vísar siðareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn (4. desember 2012) samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3396. fundur - 09.01.2014

Farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað.

Bæjarstjórn - 3364. fundur - 02.12.2014

Umræða um siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað.

Bæjarstjórn - 3438. fundur - 21.08.2018

Umræða um Siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað.

Í 29. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir:

"Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu."

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og fór yfir helstu atriði reglnanna.

Umræður urðu um reglurnar og endurskoðun þeirra og tóku þá til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa endurskoðun siðareglnanna til starfshóps sem skipaður hefur verið og hefur það hlutverk að yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa auk þess að útbúa viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu.

Bæjarráð - 3649. fundur - 22.08.2019

Kynnt tillaga að breytingum á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og tillaga að samskiptareglum fyrir kjörna fulltrúa.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar siðareglum og samskiptareglum til umræðu í bæjarstjórn 3. september nk.

Bæjarstjórn - 3459. fundur - 17.09.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. ágúst 2019:

Kynnt tillaga að breytingum á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og tillaga að samskiptareglum fyrir kjörna fulltrúa.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar siðareglum og samskiptareglum til umræðu í bæjarstjórn 3. september nk.

Eva Hrund Einarsdóttir kynnti fyrirliggjandi tillögu að breyttum siðareglum kjörinna fulltrúa.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir siðareglur kjörinna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3459. fundur - 17.09.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. ágúst 2019:

Kynnt tillaga að breytingum á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og tillaga að samskiptareglum fyrir kjörna fulltrúa.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar siðareglum og samskiptareglum til umræðu í bæjarstjórn 3. september nk.

Andri Teitsson kynnti fyrirliggjandi tillögu að samskiptasáttmála kjörinna fulltrúa.

Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samskiptasáttmála kjörinna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.