Umhverfisnefnd

52. fundur 21. október 2010 kl. 16:15 - 18:05 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigmar Arnarsson formaður
  • Hulda Stefánsdóttir
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Endurvinnanlegt hráefni úr grenndargámum - kynning

Málsnúmer 2010100106Vakta málsnúmer

Fulltrúi Íslenska gámafélagsins, Jörgen Þráinsson, mætti á fundinn og kynnti hugmyndir félagsins um endurvinnanlegt hráefni úr grenndargámum.

Umhverfisnefnd þakkar Jörgen fyrir fræðandi kynningu og felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.

2.Ársfundur náttúruverndar- og umhverfisnefnda sveitarfélaga 2010

Málsnúmer 2010090069Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá ársfundar Umhverfisstofnunar með náttúruverndar- og umhverfisnefndum sveitarfélaga, sem haldinn verður 29. október 2010.

3.Fjárhagsáætlun 2011 - umhverfisnefnd

Málsnúmer 2010100105Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun umhverfismála 2011.

4.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa teknar til afgreiðslu.

Umhverfisnefnd samþykkir siðareglur kjörinna fulltrúa fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:05.