Bæjarstjórn

3331. fundur 04. desember 2012 kl. 16:00 - 18:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Logi Már Einarsson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar 2012 - fyrri umræða

Málsnúmer 2012110101Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. nóvember 2012:
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember sl. en þá var lögð fram tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013-2016 - gjaldskrá leikskóla og skólavistunar

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. nóvember 2012:
Tekin fyrir að nýju gjaldskrá leikskóla og skólavistunar sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á þann 15. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Stefnuumræða/stöðuskýrsla í bæjarstjórn 2012

Málsnúmer 2012010347Vakta málsnúmer

Starfsáætlun/stöðuskýrsla íþróttaráðs.
Tryggvi Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun/stöðuskýrslu nefndarinnar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

4.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 22. nóvember 2012:
Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.
Bæjarráð vísar siðareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Naustahverfi 3. áfangi - Hagar, deiliskipulag, skipulagslýsing

Málsnúmer SN080099Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Haga, dags. í nóvember 2012 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011100022Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2012:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 27. september til 7. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Þrjár athugasemdir bárust. Úrdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012".
Óskað var eftir umsögnum frá KSÍ og ISAVIA um deiliskipulagsbreytingu. Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis var tilkynnt um auglýsingu á deiliskipulagsbreytingunni en nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið innsendar ahugasemdir og eru svör við þeim í meðfylgjandi skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012".
Umsögn dags. 8. nóvember 2012 barst frá KSÍ þar sem kemur fram að ekki sé hægt að minnka kröfur um öryggissvæði ef völlurinn eigi að falla í flokk C.
Umsögn dags. 17. október 2012 barst frá ISAVIA sem gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið en bendir á að þrjú hindranaljós þurfi að loga allan sólarhringinn á ljósamöstrum. Ljósin skulu vera tengd þannig að ekki verði hægt að slökkva á þeim af vangá. Einnig er óskað eftir að hvítt leiðsöguljós verði á einu mastranna.
Niðurstaða:
Deiliskipulagstillagan gerir ekki ráð fyrir að völlurinn falli í flokk C og því ekki þörf á stærra öryggissvæði umhverfis völlinn en fram kemur á uppdrætti. Tekið er tillit til athugasemda ISAVIA og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - athugasemdir og svör, dags. 28.11.2012".

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

7.Íbúðarsvæði við Mýrarveg - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012100157Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Mýrarveg dags. 28. nóvember 2012, og unna af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 21. og 28. nóvember 2012
Bæjarráð 22. og 29. nóvember 2012
Félagsmálaráð 14. nóvember 2012
Samfélags- og mannréttindaráð 28. nóvember 2012
Skipulagsnefnd 28. nóvember 2012
Skólanefnd 19. nóvember 2012
Stjórn Akureyrarstofu 8. og 20. nóvember 2012

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:00.