Bæjarstjórn

3295. fundur 21. desember 2010 kl. 16:00 - 19:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Sigrúnu Stefánsdóttur varabæjarfulltrúa S-lista:

Til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar
Ég undirrituð, Sigrún Stefánsdóttir Steinahlíð 5i, Akureyri, sem var kjörin varabæjarfulltrúi fyrir S-lista Samfylkingar í bæjarstjórnarkosningunum sem fram fóru í maí 2010, óska þess að bæjarstjórn leysi mig frá störfum til loka kjörtímabilsins, með vísan til 1. mgr. 34. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

Akureyri, 21. desember 2010
Sigrún Stefánsdóttir (sign)


Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á fulltrúum flokksins í eftirtöldum nefndum og ráðum:

Helena Karlsdóttir tekur sæti aðalmanns í stjórn Akureyrarstofu í stað Sigrúnar Stefánsdóttur.

Árni Óðinsson tekur sæti aðalmanns í íþróttaráði í stað Helenu Karlsdóttur.

Logi Már Einarsson tekur sæti varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, á aðalfundi Eyþings og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði í stað Sigrúnar Stefánsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn færir Sigrúnu Stefánsdóttur bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarkaupstaðar.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögur að breytingum í nefndum og ráðum með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 326. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. desember 2010.
Fundargerðin er í 10 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 2., 4., 5., 6., 7., 8. og 10. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 2., 4., 5., 6., 7., 8. og 10. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 8. desember  2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 327. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 15. desember 2010.
Fundargerðin er í 3 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á öllum liðum fundargerðarinnar.

Bæjarstjórn staðfestir  fundargerð skipulagsstjóra dags.15. desember  2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað - seinni umræða

Málsnúmer 2010020078Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 10. desember 2010:
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum þann 7. desember sl. drögum að nýrri Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað til frekari yfirferðar í framkvæmdaráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Framkvæmdaráð samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram breytingartillögu við 2. grein  samþykktarinnar þess efnis að 2. málsgrein er varðar bann við hundahaldi í Grímsey falli út.

 

Breytingartillaga Ólafs var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

 

Lögð var fram breytingartillaga um ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Þeir sem halda fleiri hunda en 3 þegar samþykktin tekur gildi er skylt að skrá þá innan 6 mánaða og hafa þeir þá leyfi til að halda þá á heimili sínu á meðan þeir lifa.

 

Breytingartillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

 

Bæjarstjórn samþykkir Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað  með 9 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað - fyrri umræða

Málsnúmer 2010110078Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 10. desember 2010:
Tekin fyrir að nýju drög að samþykkt um kattahald. Frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs þann 19. nóvember sl.
Bæjarfulltrúi A-lista, Sigurður Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað til frekari yfirferðar í framkvæmdaráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

6.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 15. desember 2010:
Stjórnsýslunefnd óskaði eftir því við fastanefndir bæjarins að þær tækju drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa til umræðu á fundum. Borist hafa athugasemdir um drögin frá íþróttaráði, skipulagsnefnd og félagsmálaráði auk þess sem kjarasamninganefnd og nýstofnað ungmennaráð sendu athugasemdir. Bæjarráð, samfélags- og mannréttindaráð og umhverfisráð samþykktu drögin fyrir sitt leyti.
Stjórnsýslunefnd vísar siðareglunum til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar Siðareglur kjörinna fulltrúa  í Akureyrarkaupstað með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Þjónustustofnun við Vestursíðu

Málsnúmer 2010090164Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. desember 2010:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var auglýst þann 5. nóvember 2010 í Lögbirtingablaðinu og Fréttablaðinu og þann 10. nóvember 2010 í Dagskránni. Samhliða var auglýst nýtt deiliskipulag við Vestursíðu. Athugasemdafrestur var til 17. desember 2010.
Engin athugasemd barst. Umsögn barst frá Hörgársveit dags. 24. nóvember 2010 og var engin athugasemd gerð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

8.Þrastarlundur 3-5 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010100134Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. desember 2010:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Þrastarlund 3 var auglýst frá 27. október til 8. desember 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni.
1 athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - endurskoðunarþörf

Málsnúmer 2010120090Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. desember 2010:
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23. nóvember 2010 vegna fyrirspurnar um málsmeðferð aðalskipulags Hríseyjar.
Skv. 5. mgr. 16. gr. skipulags- og byggingarlaga skal sveitarstjórn þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum, meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag Akureyrar 2005-2018.
Í gildi eru þrjár aðalskipulagsáætlanir fyrir Akureyrarkaupstað eftir sameiningu við Hrísey og Grímsey.
Óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Akureyrar til endurskoðunar aðalskipulags í öllu sveitarfélaginu. Er það mat Skipulagsstofnunar að ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í heild sinni þ.m.t. fyrir Hrísey og Grímsey.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að neðangreind bókun verði samþykkt.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að endurskoða Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 að svo stöddu en leggur til að gerðar verði þær aðalskipulagsbreytingar sem þörf er á, þ.m.t. á aðalskipulagi Hríseyjar 1988-2008. Aðalskipulag Grímseyjar 1996-2016 er í gildi og ekki þörf á breytingum að sinni.
Stefnt verði að því að endurskoða þessar þrjár aðalskipulagsáætlanir fyrir 2018 til að samræma stefnu í einstökum málaflokkum og hefja undirbúning að þeirri vinnu á árinu 2016.
Auður Jónasdóttir fulltrúi VG greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað:
Metnaðarleysi þessarar afgreiðslu kemur mér á óvart. Ég vonaðist eftir áhuga og vilja til að endurskoða Aðalskipulag Akureyrar í heild sinni á þessu kjörtímabili. Ég óttast að þetta stuðli að ógegnsæi í skipulagsmálum bæjarins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

10.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2011

Málsnúmer 2010110093Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 9. desember 2010:
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2011:
a) i Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
ii Fasteignaskattur á hesthús verði 0,75% af fasteignamati húsa og lóða.
b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna
verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.
d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 6.909,97 kr. pr. íbúð og 103,65 kr. pr. fermetra.
g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 13.819,96 kr. pr. eign og 103,65 kr. pr. fermetra.
Árlegt vatnsgjald í sumarbústöðum/frístundahúsum skal að lágmarki vera 19.574,32 kr. á ári.
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.
Aukavatnsgjald
Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald.
Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til og er gjald fyrir mæli innifalið í fastagjaldi fyrir matseiningu. Mælar eru settir upp þar sem áætla má að vatnsnotkun sé mikil.
Auk þessa er ákvæði í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 sem heimilar innheimtu samkvæmt áætlun ef ekki er hægt að koma við mælingu.
Rúmmálsgjald 18,58 kr/m³. Fyrstu 100.000 m³.
Rúmmálsgjald 17,05 kr/m³.
Eftir fyrstu 100.000 m³ til 250.000 m³.
Rúmmálsgjald 13,94 kr/m³. Eftir fyrstu 250.000 m³.
Miðað er við ársnotkun.
h) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2011 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2011. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.
Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2011 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2011 - reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2010110093Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. desember 2010:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2011.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2011 - gjaldskrár

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. desember 2010:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2011.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrám 2011 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2011 með 9 samhljóða atkvæðum.

Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

13.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins, fjölskyldum þeirra og Akureyringum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa þakkaði Ólafur Jónsson góðar óskir og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs á

Fundi slitið - kl. 19:25.