Stjórn Akureyrarstofu

81. fundur 07. október 2010 kl. 16:00 - 18:30 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Ófeigsson
  • Jóhann Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - skipun fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2010090019Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu skipar 3 fulltrúa í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Elínu Lýðsdóttur, Gunnar Frímannsson og Júlíus Júlíusson í stjórnina.

2.Dömulegir dekurdagar 2010 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2010090151Vakta málsnúmer

Erindi, ódags., móttekið 5. október 2010 frá Vilborgu Jóhannsdóttur f.h. aðstandenda verkefnisins Dömulegir dekurdagar, þar sem óskað er eftir framlagi frá Akureyrarstofu til verkefnisins.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.

3.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd hefur óskað eftir því að fastanefndir hjá Akureyrarbæ taki til skoðunar drög að Siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og skili athugasemdur fyrir 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

 

4.Point Dansstúdío ehf - styrkbeiðni

Málsnúmer 2010100016Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. október 2010 frá Sigyn Blöndal f.h. Point Dansstúdíó ehf, þar sem sótt er um niðurfellingu á leigu í Ketilhúsinu vegna jólasýninga 6., 7., 8. og 9. desember nk.

Þar sem fjárheimildir ársins leyfa ekki frekari styrki af þessu tagi getur stjórn Akureyrarstofu ekki orðið við erindinu.

5.Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010

Málsnúmer 2010030175Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ, þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Íþróttahöllinni, en gert er ráð fyrir að húsaleigan nemi kr. 460.000.

Þar sem fjárheimildir ársins leyfa ekki frekari styrki af þessu tagi getur stjórn Akureyrarstofu ekki orðið við erindinu.

6.Fjárhagsáætlun 2011 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2010100024Vakta málsnúmer

Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu hafa að undanförnu hitt forsvarsmenn menningarstofnana í bænum, bæði þeirra sem bærinn rekur og hinna sem fá samningsbundnar greiðslur frá Akureyrarbæ. Á þessum fundum var farið yfir þá hagræðingu og sparnað sem nauðsynlegt er að ná fram í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Farið yfir möguleika og hugmyndir en vinnunni verður framhaldið á næsta fundi stjórnarinnar.

 

Fundi slitið - kl. 18:30.