Íþróttaráð

82. fundur 11. nóvember 2010 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Þóroddur Hjaltalín
  • Erlingur Kristjánsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Stefnumótun ÍRA

Málsnúmer 2007120016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að íþróttastefnu Akureyrarbæjar sem samþykkt voru á fundi íþróttaráðs 11. maí 2010.

Íþróttaráð leggur til smávægilegar breytingar á íþróttastefnunni og óskar eftir að hún verði tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Félags- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga - ábyrgð aðila

Málsnúmer 2010100104Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar álitsgerðin Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Ritið er gefið út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og Æskulýðsráðs. Álitsgerðina má lesa á http://onecrmsql/actions/DisplayAttachment.aspx?id=18634230166299248854

Íþróttaráð hvetur öll aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar til að kynna sér og sínu starfsfólki skýrsluna.

3.Íþróttasafn á Akureyri

Málsnúmer 2010080110Vakta málsnúmer

Erindi dags. 30. ágúst 2010 þar sem Þröstur Guðjónsson f.h. Íþróttabandalags Akureyrar skorar á bæjaryfirvöld á Akureyri að koma á fót íþróttasafni á Akureyri.

Íþróttaráð þakkar fyrir áhugaverða ábendingu og felur Nóa Björnssyni formanni íþróttaráðs að ræða málið frekar við bréfritara.

4.Saga íþróttahreyfingarinnar á Akureyri

Málsnúmer 2010080111Vakta málsnúmer

Erindi dags. 30. ágúst 2010 þar sem Þröstur Guðjónsson f.h. Íþróttabandalags Akureyrar skorar á bæjaryfirvöld að standa fyrir því að skráð verði saga íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Íþróttaráð þakkar fyrir áhugaverða ábendingu og felur Nóa Björnssyni formanni íþróttaráðs að ræða málið frekar við bréfritara.

5.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Lögð fram að beiðni stjórnsýslunefndar drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Stjórnsýslunefnd óskar eftir því við íþróttaráð að ráðið taki siðareglurnar til umræðu og skili inn athugasemdum ef einhverjar eru.

Íþróttaráð samþykkir siðareglurnar fyrir sitt leyti og óskar eftir að eftirfarandi setningu verði bætt við 3. lið reglnanna: "Bæjarfulltrúar skulu gæta þess að framkoma þeirra og athafnir samrýmist starfi þeirra og þeir forðist að aðhafast nokkuð sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis."

6.Point dansstúdío ehf - stykbeiðni vegna jólasýningar 2010

Málsnúmer 2010100174Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19. október 2010 frá Point dansstúdío ehf þar sem sótt er um niðurfellingu á húsaleigu í Ketilhúsinu dagana 6.- 9. desember 2010 vegna jólasýningar skólans.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.