Bæjarstjórn

3438. fundur 21. ágúst 2018 kl. 16:00 - 18:00 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar las forseti bæjarstjórnar upp eftirfarandi minningarorð:

Birna Sigurbjörnsdóttir fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri, skurðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri lést þann 6. júlí sl. 75 ára að aldri.
Birna fæddist á Akranesi 13. september 1942 og lauk þar barnaskóla og síðan gagnfræðaprófi frá Héraðs- og gagnfræðaskólanum á Skógum í Rangárvallasýslu. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1964.
Birna var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar á árunum 1990-1994 auk þess að vera m.a. aðalmaður í atvinnumálanefnd og varamaður í bæjarráði og hafnarstjórn.
Eiginmaður Birnu var Svavar Eiríksson en hann lést árið 2006. Birna og Svavar eignuðust fjögur börn.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Birnu Sigurbjörnsdóttur samúð sína, um leið og henni eru þökkuð störf í þágu bæjarfélagsins.

Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Birnu Sigurbjörnsdóttur með því að rísa úr sætum.

1.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Umræða um Siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað.

Í 29. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir:

"Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu."

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og fór yfir helstu atriði reglnanna.

Umræður urðu um reglurnar og endurskoðun þeirra og tóku þá til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa endurskoðun siðareglnanna til starfshóps sem skipaður hefur verið og hefur það hlutverk að yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa auk þess að útbúa viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu.

2.Öldrunarheimili Akureyrar - framtíðaruppbygging

Málsnúmer 2018070458Vakta málsnúmer

Rætt um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) og tengsl hennar við aðra þjónustu við aldraða íbúa.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti umfjöllun og umræður um framtíðaruppbyggingu ÖA og þróun öldrunarþjónustu sem fram hafa farið að undanförnu m.a. á vettvangi bæjarráðs, öldungaráðs og velferðarráðs.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hilda Jana Gísladóttir.

3.Hafnarstræti 73 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018050195Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. ágúst 2018:

Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var samþykkt að heimila eiganda Hafnarstrætis 73 að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn um hækkun núverandi húss um eina hæð. Er tillaga Landslags ehf. um breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram og felst hún í að skilmálum verði breytt á þann veg að heimilt verði að bæta hæð ofan á núverandi hús, að vegghæð verði allt að 11 m í stað 8,4 m og mænishæð 13,2 m í stað 10,6 m. Byggingarmagn eykst úr 568 m² í 780 m² og nýtingarhlutfall verður 1,30 í stað 0,95.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Málefnasamningur um meirihlutasamstarf kjörtímabilið 2018-2022

Málsnúmer 2018060455Vakta málsnúmer

Umræða um málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar að ósk Gunnars Gíslasonar D-lista með hliðsjón af bókun minnihlutans á síðasta fundi bæjarstjórnar þar sem óskað var eftir skriflegum svörum meirihlutans við spurningum sem minnihluti bæjarstjórnar lagði fram á fundinum.

Málshefjandi Gunnar Gíslason tók til máls og spurði m.a. hvort von væri á skriflegum svörum eins og um var beðið.

Í umræðum tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen (í annað sinn) og Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn).
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5., 13. og 23. júlí, 1., 9. og 16. ágúst 2018
Bæjarráð 28. júní, 5. og 19. júlí, 2. og 9. ágúst 2018
Frístundaráð 27. júní og 15. ágúst 2018
Fræðsluráð 18. júní og 2. ágúst 2018
Skipulagsráð 27. júní, 11. og 25. júlí og 15. ágúst 2018
Stjórn Akureyrarstofu 25. júní, 7. og 16. ágúst 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 26. júní, 6. og 10. júlí 2018
Velferðarráð 8. ágúst 2018
Öldungaráð 7. ágúst 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:00.